Skagfirðingabók - 01.01.1977, Side 155
SAMGÖNGUR í SKAGAFIRBI
um þá.4 Kostnaðarhliðin breyttist nokkuð. Sýslubúum bar að
greiða til sýsluvega sem svaraði hálfu dagsverki samkvæmt verð-
lagsskrá fyrir hvern verkfæran mann 20—60 ára. Hvað varðaði
hreppavegi voru íbúar hreppa skyldir til að vinna 1/4 dagsverk við
vegina, nema bóndi greiddi sem næmi 1/4 dagsverki fyrir sig og
sína heimamenn. Ef lítil eða engin hreppavegavinna var í ein-
hverjum hreppi gat sýslunefnd krafizt hálfs hreppavegagjaldsins
og varið því til framkvæmda á sýsluvegi. Ef hins vegar enginn
sýsluvegur lá um einhvern hrepp og vegir þar voru torfærir og
langir, mátti sýslunefnd greiða til hreppavega jafnmikið og hreppa-
vegagjaldið nam.
Þessi lög gengu í gildi 1. janúar 1888. Með þeim er landssjóði
falin aukin þátttaka í vegagerð. Samkvæmt fyrri lögunum bar
honum einungis að greiða kostnað af vegabótum á fjallvegum, en
nú komu aðalpóstvegir einnig inn í dæmið. Reyndar höfðu þing-
menn áður veitt sýsluvegasjóðum styrki til framkvæmda á aðal-
póstvegum, sem lágu um byggðir, en nú voru þeir með lögum
lagðir undir landssjóð.
Sýsluvegasjóðir kostuðu áfram sýsluvegina. Til þeirra vega rann
nokkru meira fjármagn en áður, þar sem þeir vegir, sem lágu á
aðalpóstleið, voru bættir á kostnað landssjóðs.
Thorvald Krabbe telur þessi lög tilraun til að koma á betri sam-
göngum milli býla og verzlunarstaða. Ekki er ljóst, hvort aðal-
póstleiðir hafi átt að vera akfærar, en þó virðist það skoðun flutn-
ingsmanna. Krabbe telur þessa nýskipan mála hafa bætt nokkuð
úr skák, en ekki nóg, þar sem aðaláherzlan var lögð á póstflutn-
inga, án þess að taka tillit til vöruflutninga, sem voru fremur
hagsmunir fólksinsd'
Þessi lög giltu í sex ár. A þeim tíma var 152.400 krónum varið;
til samgöngubóta samkvæmt fjárlögum eða 25.400 krónum að-
meðaltali árlega. Langmestu var varið til póstveganna, eða 122.000
krónum, til fjallvega fóru 16.000 krónur og 12.000 krónur runnu
í vasa erlendra vegfræðinga. Skagfirðingar fengu 2.400 krónur
til dragferju á Héraðsvötn, en að því er vikið á öðrum stað.
Það gagn, sem varð af þessum lögum, var fyrst og fremst aukn-
153-