Skagfirðingabók - 01.01.1977, Side 156
-SKAGFIRÐINGABÓK
ar framkvæmdir í byggð. Þótt aðalpóstvegir lægju að nokkru
leyti um fjöll, þá lágu þeir eitthvað um flestar sýslur. Flest byggð-
arlög landsins fengu því eitthvert fé úr landssjóði, og má því ætla,
að einn sæmilegur vegur hafi verið um þorra byggða á landinu.
Gallinn var hins vegar sá, að póstvegir voru ekki alltaf í þjóð-
braut. Eins lágu þeir oft fjarri kauptúnum og nýttust því ekki
nema að litlu leyti til verzlunarferða. A móti kom, að meira fé
rann til sýsluvega, þar sem landssjóður greiddi kostnað, sem sýslu-
búar höfðu áður greitt. Framkvæmdir við hreppavegi héldust í
sama horfi og fyrr; lítið var við þá gert.
Þessa löggjöf verður að telja nokkurt framfaraspor, einkum
vegna aukinna fjárveitinga til framkvæmda og þeirrar nýbreytni
að fá til landsins erlenda vegfræðinga, er miðluðu bæði af þekk-
ingu og reynslu, sem heimamenn skorti tilfinnanlega. Meira fjár-
magn rann til vega í byggðum, og horfði það til bóta. Með aðal-
póstvegum var lagður eins konar hringvegur, sem sýsluvegir og
hreppavegir tengdust. En þessi tilhögun náði ekki að tengja sveit-
irnar við kauptúnin. Til þess skorti aukið fjármagn til sýsluvega.
Það var næsta skref.
Tilvittia/iir:
1 Alþ.tíð. 1885, B, bls. 110—120.
2 Alþ.tíð. 1887, C, bls. 103—106.
3 Alþ.tíð. 1887, C, bls. 103.
4 Stj.tíð. 1887, A, bls. 114—123.
5 Th. Krabbe: Isl. Tekn. Udv., bls. 17.
154