Skagfirðingabók - 01.01.1977, Side 161
SAMGÖNGUR í SKAGAFIRBI
Á þessu skeiði, og raunar fyrr, tóku hreppsnefndir að marki að
hagnýta sér þau ákvæði laga, sem heimiluðu skattlagningu til að
greiða kaup þeim mönnum, sem unnu við hreppsvegina. Vita-
skuld var sú tilhögun til mikilla bóta, þar sem þá réðust til starf-
ans menn, sem gátu helgað sig viðfangsefninu.
Tilvitnanir:
1 Gjb. sn. Skfjs. 1888.
2 Gjb. sn. Skfjs. 1888.
3 Stj.tíð. 1888, B, bls. 88—89.
4 Gjb. sn. Skfjs. 1891.
5 Stj.tíð. 1891, B, bls. 124.
6 Gjb. sn. Skfjs. 1892.
XII.
Vegalög 1893
Jens Pálsson flutti frumvarp til laga um strandferðir og
vegi á þinginu 1891.1 Aðalnýjung þess var um vagnbrautir, þ. e. ak-
færa vegi sem tengdu kaupstaði við sveitirnar í grenndinni. Þessir
vegir voru kallaðir flutningabrautir. Þær skyldu liggja um ákveð-
in héruð, sem voru tilgreind í frumvarpinu. Þetta frumvarp náði
ekki fram að ganga. Settu menn ýmislegt fyrir sig, svo sem að
það yrði allt of dýrt í framkvæmd, auk þess sem ýmis ákvæði lag-
anna frá 1887 hefðu enn ekki verið framkvæmd.
Jens flutti frumvarp sitt aftur á þinginu 1893.2 I framsögu-
ræðu sagði hann margt hjálpast að til að hamla framförum þjóð-
arinnar, en „það efast ekki lengur nokkurt hugsandi manns barn
þjóðarinnar um það, að hinar erfiðu, seinu og tregu samgöngur,
eða rjettara sagt: samgönguleysið og flutningavandræðin, sje ein
hennar þyngsta þraut. Þjóðinni er nú orðið ljóst, að framtíð henn-
ar er komin undir bættum samgöngum.“3 Samkvæmt frumvarp-
inu átti að skipta vegum landsins í aðalflutningabrautir, aðalpóst-
159