Skagfirðingabók - 01.01.1977, Blaðsíða 162
SKAGFIRBINGABÓK
vegi, fjallvegi, sýsluvegi og hreppavegi. Aðflutningabrautir áttu
að vera þar, sem aðalvörumagn héraða fluttist um; fyrst um sinn
níu talsins:
1. Frá Reykjavík austur í Rangárvallasýslu.
2. Frá Reykjavík austur að Geysi.
3. Frá Eyrarbakka upp í Arnessýslu.
4. Upp Borgarfjörð.
5. Frá Blönduósi vestur Húnavatnssýslu.
6. Frá Sauðárkróki fram Skagafjörð
7. Frá Akureyri inn Eyjafjörð.
8. Frá Húsavík fram Reykjadal.
9. Frá Búðareyri við Reyðarfjörð um Fagradal til Lagarfljóts.
Landshöfðingi skyldi ákveða, hvar um héruðin aðalflutninga-
brautir yrðu, og færi hann þar eftir tillögum amtsráða og veg-
fræðings. Aðalpóstvegir áttu að vera hinir sömu og áður, og giltu
um þá svipaðar reglur og fyrr. Frumvarpið gerir ráð fyrir ákveðn-
um fjallvegum, enda lægju þeir ekki á aðalpóstleið. Kostnað við
aðalflutningabrautir, aðalpóstvegi og fjallvegi skyldi landssjóður
greiða; tilgreint yrði á fjárlögum, hvað mikið hver vegaflokkur
fengi. Sýsluvegir áttu að liggja milli sýslna og um þær í þjóð-
braut. Um þá giltu áþekkar reglur og í lögunum frá 1887. Kostn-
að af þeim átti að greiða með tveggja króna gjaldi, sem hver
sýslubúi, 20—60 ára, greiddi í sýsluvegasjóð. Sýsluvegir, sem
tengdust aðalflutningabrautum, skyldu vera akfærir, ef mögulegt
væri.
Hreppavegir voru þeir vegir nefndir, sem lágu milli hreppa og
um þá. Um þá giltu líkar reglur og fyrr, svo sem um flutning
fjármagns milli sýslu og hrepps, ef aðstæður gáfu tilefni til.
I frumvarpinu eru nokkur almenn ákvæði, t. a. m. um bygg-
ingu brúa yfir smærri ár og læki og skyldur og réttindi landeig-
anda. Nokkur ákvæði eru um refsingar við brotum á lögunum.
Þingmenn voru sammála um nauðsyn þess að leggja meiri
160