Skagfirðingabók - 01.01.1977, Page 168
SKAGFIRSINGABÓK
ráðs. Ekki er ljóst, hvort það var veitt, en sennilega varð ekki af
framkvæmdum.
Arið 1897 gerði sýslunefnd smábreytingar á veginum í Fljót-
um. Ekki er tilgreint í hverju þær voru fólgnar, en vísast hafa
þær verið í tengslum við byggingu brúar á Fljótaá.4
Frá eystri bakka Vatnanna við ferjustaðinn á Akrahyl var yfir
mýri að fara upp á aðalveginn. Þar voru oft torfærur, og því sam-
þykkti sýslunefnd árið 1899 að skora á landsstjórnina að leggja
þarna góðan veg, enda væri umræddur vegarkafli á aðalpóstleið.5
Ekki verður séð, að þessi málaleitan hafi fengið hljómgrunn.
Árið 1902 beindi sýslunefnd þeirri áskorun til landshöfðingja,
að hann veitti styrk af því fé, sem fjallvegum var ætlað, til vega-
bóta á Kolugafjalli. Einnig óskaði sýslunefnd þess, að aðalpóst-
leiðin yrði eftirleiðis frá Blönduósi um Kolugafjall til Sauðár-
króks. Fór nefndin fram á það við landshöfðingja, að verkfræð-
ingur landsins kannaði þetta mál. Sýslunefnd mæltist til, að þar
til póstleiðin yrði lögð yfir Kolugafjall, gengi aðalpósturinn frá
Víðimýri til Sauðárkróks, yfir Héraðsvatnaósa og fram Blöndu-
hlíð og áfram til Akureyrar.0 Fleiri breytingar eða breytingartil-
lögur voru ekki gerðar. Sú síðastnefnda náði ekki fram að ganga,
en hún stendur í sambandi við annað mál, flutningabrautina.
Sýslunefndarfundur Skagafjarðarsýslu 1896 samþykkti svohljóð-
andi ályktun: „Sýslunefnd lætur í Ijós ósk sína, að landsstjórnin
hlutist til um, að fullnægt verði sem allra fyrst ákvæðum laga
nr. 8, 13. apríl 1894, að því er snertir lagningu hinnar fyrirhug-
uðu flutningabrautar frá Sauðárkróki inn Skagafjörð.“7 Þessi
ályktun var send amtsráði. Hún bar engan árangur, og í þeim
hörðu deilum, sem urðu á alþingi 1897 um nytsemi flutninga-
brauta, hafði einn þingmanna eftir Skagfirðingum, að þeir vildu
fremur góða þjóðvegi en flutningabrautir.8 Sýnir það e. t. v., að
einhugur hefur ekki ríkt heima í héraði.
Árið 1902 skoraði sýslunefnd á landsstjórn að láta verkfræðing
landsins gera áætlun um kostnað við lagningu flutningabrautar
frá Sauðárkróki fram Skagafjörð vestan Héraðsvatna. Þá áætlun
skyldi leggja fyrir alþingi 1903. Þetta sama ár gerði sýslunefnd
166