Skagfirðingabók - 01.01.1977, Page 169
SAMGÖNGUR í SKAGAFIRBI
þá tillögu um breytingu á aðalpóstleið, sem áður er rakin. Með
því var stefnt að tvennu. I fyrsta lagi að efla Sauðárkrók með
því að gera hann að aðalpóststöð. I öðru lagi, að vegurinn fram
Skagafjörð báðum megin Vatna yrði aðalpóstleið eða þjóðvegur.
Þannig ykjust líkur á, að fé fengist til flutningabrautar, ef hún
lægi á þjóðvegi.
A fundi sýslunefndar 1903 skýrði oddviti svo frá, að ályktun
nefndarinnar frá fyrra ári hefði engan sýnilegan árangur borið.
Því skoraði sýslunefnd á væntanlega þingmenn sýslunnar að sjá
um, að bráðlega yrði ákveðið að leggja hina lögákveðnu flutn-
ingabraut.9 Sama ár kom verkfræðingur norður og athugaði
brautarstæðið fram héraðið. Við undirbúning fjárlaga gerði hann
síðan tillögu um 40.000 króna fjárveitingu til fjögurra flutninga-
brauta eða 10.000 krónur til hverrar. Fjárlaganefnd neðri deildar
lagði til, að upphæðin hækkaði um 5.000 krónur og rynni ein-
ungis til tveggja flutningabrauta, því lítið væri hægt að gera við
hverja braut fyrir 10.000 krónur.10 Þetta var samþykkt að undan-
skilinni 5.000 króna hækkuninni. Þá flutti Olafur Briem breyt-
ingartillögu við fjárlög.11 Hann lagði til, að 10.000 krónum yrði
varið til flutningabrautar í Skagafirði. Fjárlaganefnd mælti með,
að þessi tillaga yrði felld.12 Framsögumaður hennar, Pétur Jóns-
son, sagði, að ef leggja ætti flutningabraut norðanlands, ætti
Þingeyjarsýsla að hafa forgang vegna lítils viðhaldskostnaðar.1 :l
Pémr flutti síðan tillögu um 12.000 króna fjárveitingu til flutn-
ingabrautar í Þingeyjarsýslu.14 Svo fór, að tillögur Olafs og Pét-
urs voru felldar.
Enn kom flutningabrautin til umræðu á fundi sýslunefndar
1904, vegna sérstaks bréfs frá stjórnvöldum, sem laut að almenn-
um framfaramálum. Nefndin samdi langa greinargerð og sendi
yfirvöldum. Þar er þess getið, að fé hefði verið lagt til sex af
níu flutningabrautum. Einnig hefði fjármagni verið varið til þjóð-
vegarins í Húnavatnssýslu, sem lægi á sama stað og flutninga-
brautin. Því væru aðeins tvær flutningabrautir, sem ekkert hefði
verið aðhafzt við, flutningabrautirnar í Skagafirði og frá Húsa-
vík fram Reykjadal. Sýslunefnd vildi ekki taka afstöðu til þess,
167