Skagfirðingabók - 01.01.1977, Síða 170
SKAGFI RÖINGABÓK
hvor brautin ætti að hafa forgang, en þess mætti geta, að brautin
í Skagafirði kæmi að betri og fljótari notum, því byggð meðfram
brautarstæðinu væri mun þéttari. Sömuleiðis væri brautin eitt af
skilyrðum þess, að rjómabúum fjölgaði og þau næðu eðlilegum
þroska. Þá gat nefndin þess, að verkfræðingur landsins hefði mælt
kaflann næst Sauðárkróki og lagt fram tillögu um 10.000 króna
fjárveitingu við undirbúning fjárlaga fyrir árin 1904—1905.
Stjórnin hefði tekið þá upphæð inn í fjárlögin, en hún hefði ekki
náð fram að ganga. Nefndin gat þess í lokin, að Skagfirðingar
vonuðu og treystu því fastlega, að nýja stjórnin brygðist betur
við.15 Raunin varð sú, að Skagfirðingar urðu að bíða enn um
sinn, eða þar til eftir 1904, svo að ekki verður hér frekar um
þetta fjallað.
Aður hefur komið fram, að við skiptingu fjármagns sýsluvega-
sjóðs var þeirri reglu fylgt, að sem flestir hreppar fengju eitthvað
í sinn hlut. Af þessum orsökum dreifðist féð í fleiri staði en hent-
ugt var, og kom það ekki að tilætluðum notum.
Árið 1896 flutti sýslumaður þá tillögu, að við skiptingu vega-
bótafjárins yrði fylgt annarri reglu en verið hafði, „þannig að
það sje ekki bútað niður í smáar upphæðir til flestra eða allra
hreppa sýslunnar, heldur sje því varið til yfirgripsmeiri endur-
bóta á einum eða tveimur stöðum ár hvert. Að tillögu þessari
var gerður góður rómur og hún samþykkt í einu hljóði.“16 Þessi
tilhögun framkvæmda horfði tvímælalaust til bóta. Hún stuðlaði
að betri nýtingu þess litla fjármagns, sem um var að ræða.
Annað kom líka til, sem ekki reyndist síður happadrjúgt. Á
fundi sýslunefndar 1895 hreyfði Einar á Hraunum þeirri hug-
mynd, að sýslunefnd útvegaði tvo unga álitlega menn til að kynna
sér betri tilhögun á vegagerð með því að vinna sumarlangt við
vegabætur undir stjórn vegfræðings fyrir sunnan. Þeir skyldu
síðan standa fyrir vegabótum í sýslunni og gefa mönnum leið-
beiningar í þeim efnum. Þessari hugmynd var vel tekið, og var
sýslumanni falið að koma þessu í kring.17 Ári síðar tilkynnti
hann sýslunefnd, að í bréfi frá amtmanni kæmi fram, að ekkert
168