Skagfirðingabók - 01.01.1977, Page 171
SAMGÖNGUR í SKAGAFIRÐI
væri því til fyrirstöðu frá hendi landshöfðingja, að tveir duglegir
menn ynnu undir stjórn vegfræðings þá um sumarið. Ekki var
þó nema einn maður sendur, Guðni Þorsteinsson, síðar kennari.
Hann vann sumarið 1896 undir stjórn vegfræðings auk þess sem
hann fékk „tilsögn í ýmsu því, sem að vegfræði lýtur“.18 Vorið
1897 sótti hann um verkstjórastarf við vegabætur á sýsluvegum
komandi sumar. Sýslunefnd samþykkti að veita honum starfið
fyrir 30 aura tímakaup meðan vinna stæði yfir. Verður hann að
teljast fyrsti vegaverkstjóri í Skagafirði. Upp frá þessu var verk-
stjóri ráðinn á hverju vori til að stjórna vegabótavinnunni og
ráða menn. Lengst af var það Hallgrímur Þorsteinsson frá Sauðár-
króki, bróðir Guðna, en hann hafði lært nokkuð til starfsins af
bróður sínum.
Nokkur áhugi virðist hafa vaknað með mönnum fyrir bætt-
um vegum seinni hluta þessa tímabils. Sem dæmi má nefna, að
árið 1898 keypti sýslunefnd verkfæri fyrir 300 krónur. Sama ár
barst nefndinni beiðni frá Viðvíkurhreppingum um kerru til að
malbera hreppavegi. Ein kerra sýslunnar var þeim send til verks-
ins. Þeir höfðu sótt fast, að vegurinn frá Gljúfurá að Garðakots-
læk yrði sýsluvegur, en sýslunefnd taldi ekki unnt að verða við
þeirri ósk. Þess vegna þurftu þeir að vinna nokkru meira við
hreppavegi en aðrir, þar sem þessi vegarspotti var fjölfarinn.
Sýslunefnd samþykkti því árið 1900 að kaupa kerru og reiðtygi
handa Viðvíkurhreppi. Sama ár voru Hofs- og Sauðárhreppar
látnir greiða Vs hreppavegagjaldsins í sýsluvegasjóð vegna lítilla
framkvæmda á vegum hreppanna. Um þetta leyti fór hreppsnefnd
Hólahrepps fram á 400 krónur til vegabóta þar í hrepp. Ef það
framlag fengist, ætlaði ótilgreindur hreppsbúi að leggja fram 100
krónur og hreppsbúar að gefa alla vinnu við hreppavegi næsta ár.
Sýslunefnd samþykkti þessa beiðni.
Arið 1903 fól sýslunefnd oddvita að skora á alþingismenn
sýslunnar að útvega 2000 króna styrk úr landssjóði til vegagerðar
á sýsluveginum frá Hofsósi að Okrum gegn jafnmiklu framlagi
sýslunnar. Sýslumaður ritaði þingmönnunum bréf og skýrði þeim
frá þessu, en síðan segir:19
169