Skagfirðingabók - 01.01.1977, Page 172
SKAGFIRBINGABÓK
„Jafnframt því að tjá yður þetta, herrar alþingismenn,
skal jeg taka fram, að á miklum hluta af þessari leið þarf
að gjöra samanhangandi upphleyptan veg. Á nokkrum hluta
af leið þessari hafa fyrir mörgum árum verið gjörðar langar
brýr, hinar svokölluðu Hjaltastaðabrýr. Brýr þessar eru ekki
malbornar, en orðnar mjög troðnar og af sjer gengnar, en
vegna vantandi fjár hefur ekki verið hægt að gjöra brýr þess-
ar upp, enda er það auðsjáanlegt, að með því litla sýsluvega-
fje, er hjer tilfellst árlega, um 1000 krónur, er ekki hægt
að gjöra umræddan vegarkafla svo færan, að viðunanlegt
sje, nema að fá styrk til þess einhvers staðar frá, ekki sízt
þar sem sýsluvegasjóður þarf að viðhalda færum vegum
annars staðar í sýslunni, og gleypir það árlega mestan hluta
af sýsluvegafjenu.
Því miður get jeg ekki nú sent áætlun um kostnað við að
gjöra sæmilegan veg á þessari leið ... en það er víst, að það
mun kosta í allra minnsta lagi 4000 krónur, eins og sýslu-
nefndin hefur áætlað.“
Olafur Briem varð við þessari áskorun og flutti á alþingi 1903
viðaukatillögu við fjárlög fyrir árin 1904 og 1905. Lagði hann
til, að 1000 krónum yrði hvort árið varið til þessa vegar.20 I
áliti fjárlaganefndar sagði að nefndin liti svo á „að mikil þörf sé
á þessum vegi, því umferð austan vatna er afar mikil. Nefndin
tekur líka tillit til, að Skagfirðingar hafa lagt mikið í sölurnar
fyrir vegi og brúagerðir.“21
Árið 1904 sótti sýslunefnd um leyfi amtsins til að taka 2000
króna lán til 10 ára vegna vegagerða á sýsluvegi til að geta jafn-
að framlag landssjóðs.22 Amtsráð varð við þessu og veitti auk
þess heimild til 1000 króna láns til eins árs.23
Nokkur áhugi virðist einnig hafa vaknað á að bæta þá fjall-
vegi, sem ekki voru á póstleið, t. d. sótti sýslunefnd um nægilegt
fé til að varða og ryðja Heljardalsheiði árið 1901. Ekki var unnt
að veita þetta fé, því fjölfarnari fjallvegir sátu fyrir. Af heimild-
um verður raunar ekki annað ráðið en fjallvegum hafi hrakað
170