Skagfirðingabók - 01.01.1977, Page 173
SAMGÖNGUR í SKAGAFIR8I
þetta tímabil, og er það rökrétt afleiðing af meginstefnu laganna.
Langferðamenn urðu einna mest og „harðast“ varir við þessa
breytingu. Árið 1895 birtist í Stefni frásögn af ferðalagi yfir
Vatnsskarð; þar segir m. a.:
„Síðan lögðum við upp á Vatnsskarð ... sá ég þar ýmsar
vegabætur, en þó voru sumar brýr þar svo illfarandi, bæði
með götum og eggjagrjóti, að vel gat skaðað hesta á björt-
um degi, hvað þá heldur í myrkri.“24
Til sýsluvega var veitt árin 1894—1904 um 12.000 krónum.
Sú upphæð kom að allmiklum notum, einkum seinni árin, þegar
hætt var að deila henni á fjöldann allan af framkvæmdum, en
þess í stað einskorðað sig við einn eða tvo vegakafla ár hvert.
Árin 1892—1901 var rúmum 3.200 krónum veitt að meðal-
tali á ári úr landssjóði til vega í Skagafirði.25 Fram til 1894 fór
drýgstur hluti þess til fjallvega, en eftir það til þjóðveganna, sem
tóku miklum framförum.
Á þessu tímabili verður gjörbreyting, hvað varðar samgöngur.
Almennur áhugi virðist vaknaður, skynsamlegri vinnubrögð eru
upp tekin, og nú hafa menn lært til verka. Þetta hlaut að skila
árangri.
Skagfirðingum voru það nokkur vonbrigði, að lagaákvæðum
um flutningabraut var ekki framfylgt. Sú framkvæmd hefði orðið
Sauðárkróki mikil lyftistöng, auk þess sem hún hefði ýtt undir
notkun vagna. Þá hefði komizt í framkvæmd draumur þess, sem
forðum ritaði í Norðanfara um vagnveg í Skagafirði.
Tilvitnanir:
1 Gjb. sn. Skfjs. 1895.
2 Stj.tíð. 1895, B, bls. 201.
3 Gjb. sn. Skfjs. 1897.
4 Gjb. sn. Skfjs. 1897.
5 Gjb. sn. Skfjs. 1897.
6 Gjb. sn. Skfjs. 1902.
171