Skagfirðingabók - 01.01.1977, Side 177
SAMGÖNGUR í SKAGAFIRÐI
um mest allan veturinn yfir Sauðáreyrarnar, en þar eru
nokkrir smásteinar á 3 eða 4 melhryggjum til mikils farar-
tálma og erfiðisauka fyrir menn og hesta; ég á við þegar
farin er neðri leiðin um eyrarnar, eða dálítið fyrir ofan
gömlu Sauðárréttina. Þetta mætti mikið laga með því að
merkja leið og hreinsa þessa möl burm. Líka væri hagkvæmt
að leggja röð af streng neðan við leiðina, því þar staðnæmist
opt vatn og snjór og kæmi þar því góð braut. Síðan eru
nokkrar þúfur á leiðinni suður á kílana, sem væri þörf að
taka burtu. Þá vil ég líka benda á, að norðantil á eyrunum
er alinar djúpur skurður á leiðinni, eða nærri í kvið á hest-
um, sem margir munu kannast við, að er óþolandi farartálmi
fyrir hesta. Hann væri heldur ekki kostnaðarsamt að fylla
með möl eða torfi á litlum parti.
Sama má segja, þar sem menn fara efst á eyrunum. Þar
er grjóthryggur, sem mikið batnaði, ef einn maður lagaði
hann með verkfærum í þíðu, eina dagsmnd. Sömuleiðis þyrfti
dálítið að laga malarhrygginn við ána 20—30 föðmum fyrir
sunnan hús Jósefs Schrams. Það er árbakkann þar suður með.
Eins væri mjög gott fyrir „íshúsfélagið“ og Hegranesbúa, að
lagður væri vegurinn ofan að Fornósnum, er þyrfti sömu
lagfæringa við. Væri annars ekki sanngjarnt, að Sauðárhrepp-
ur ynni sem hreppsvegaskyldu, að minnsta kosti að nokkru
leyti, að vegabót þessari og sæi um viðhald hennar, því svo
mörgum ækjum af heyi og eldivið aka Sauðárkróksbúar ein-
mitt þessa leið, að þeim hlýtur ekki að standa á sama, hvernig
þessi vegur er. Það virðast líkur til, að Sauðárhreppur standi
vel við þann kostnað, er þessi vegabót hefur í för með sér,
því margir eru verkfærir menn á Sauðárkrók, er létta honum
byrðina."
Vetrarleiðirnar voru ekki hætmlausar. Vakir leyndust víða,
einkum seinnihluta vetrar, og gat verið torvelt að forðast þær í
hálfrökkri jafnt sem náttmyrkri, hvað þá í snjókomu. Sums staðar
173