Skagfirðingabók - 01.01.1977, Side 181
SAMGÖNGUR í SKAGAFIRBI
áherzlan lögð á flutningabrautirnar, en síðar þjóðvegina. Árið
1903 var svo komið, að margir voru á þeirri skoðun, að þjóð-
vegir væru orðnir það góðir, að nú bæri að snúa afmr að uppruna-
legu takmarki laganna, flutningabrautunum.1 Samfara þessu voru
margar stórár landsins brúaðar. Nefna má Olfusá, Þjórsá, Lagar-
fljót, Jökulsá í Axarfirði og austurkvísl Héraðsvatna.
Sérstakur verkfræðingur var ráðinn 1893, Sigurður Thoroddsen.
Þótt menn greindi á um einstök verk hans, er ekkert efamál, að
störf hans ollu byltingu í skipulagningu og framkvæmd samgöngu-
bóta á landi.
Nokkurrar spillingar varð vart, þegar skyndilega var veitt svo
miklum fjármunum til vegagerðar. Sá orðrómur var á kreiki, að
margir verkstjórar væru óhæfir til starfa og landssjóður greiddi
leigu fyrir fleiri hesta en notaðir voru í raun. I einu tilfelli var
höfðað mál gegn verkstjóra fyrir slíkt misferli.2
Þegar litið er á þessa þróun samgöngumálanna, verður að telja,
að tilskipanir og lög fram til 1893 hafi verið magnlítil og óhæf
til að ráða bót á samgönguvandanum. Einkum kom þar til fjár-
skortur og kunnáttuleysi. Lögin 1893 marka þau tímamót, að
stórfelldu fjármagni var veitt til vega og annarra samgöngubóta.
Menn höfðu einnig lært vegagerð og öðlazt nokkra reynslu. Það,
ásamt peningunum, reið baggamuninn.
Tilvitnanir:
1 Alþ.tíð. 1903, C, bls. 40.
2 Alþ.tíð. 1901, B, bls. 1314—1315.
179