Skagfirðingabók - 01.01.1977, Side 182
SKAGFIRBINGABÓK
XVI.
Samgöngur í Skagafirði 1776-1904
Þegar litið er á samgöngumál í Skagafirði á fyrri hluta
þessa tímabils, virðast þau hvorki í betra né verra ástandi en al-
mennt gerðist. Allt fram um miðja 19. öld var samgöngubómm
lítt sinnt, nema ef vera skyldi í grennd Hofsóss, þar sem menn
verzluðu mest.
Um miðja öldina kom Guðmundur á Abæ upp kláfi á Jökulsá
og brúaði Abæjará. Þessar samgöngubætur tók fljótt af, en þær
voru vísir þess, er koma skyldi.
Með gildistöku tilskipunar 1861 var byrjað að innheimta þjóð-
vegagjald í Skagafirði. Fyrir það voru ár hvert gerðar skammvinn-
ar endurbætur á samgönguleiðum allt fram til ársins 1896, er
meðferð fjárins var breytt og því varið til framkvæmda á einum
eða tveimur stöðum í stað tíu eða tólf áður.
Landssjóður tók á sig kostnað við vegabætur á nokkrum leið-
um, fyrst í stað á fjallvegunum yfir Vatnsskarð, Oxnadalsheiði,
Heljardalsheiði, Siglufjarðarskarð og Gönguskarð, en til þess síð-
asttalda fékkst aldrei fé. Aðalpóstleið lá um héraðið frá Vatns-
skarði um þveran Hólminn, fram Blönduhlíð og upp á Öxnadals-
heiði. Frá og með árinu 1888 greiddi landssjóður vegabætur þar
að öllu leyti, en hafði áður styrkt þar að hálfu einstakar vega-
bætur.
Þótt ekki hafi orðið af lagningu fyrirhugaðrar flutningabraut-
ar fram Skagafjörð, verður að telja, að vegir í héraðinu hafi verið
komnir í sæmilegt horf í lok þessa tímabils, ef tekið er mið af
þeim kröfum, sem þá voru gerðar. Að nokkru var það að þakka
auknum fjárveitingum til vega almennt og að hinu leytinu þeim
áhuga, sem vaknaði heima fyrir um aldamótin.
Eftir 1874 var þremur kláfum komið upp í Skagafirði. Nota-
gildi þeirra var mikið fyrir ibúa Skagafjarðardala, en með þeim
180