Skagfirðingabók - 01.01.1977, Page 189
GUBMUNDUR SVEINSSON
saman rekinn og vel að manni, heldur stirðlega vaxinn, fremur
dulur í skapi og fámáll. Hann hirti vel um skepnur sínar, var
snomrvirkur og vel búinn, þegar hann kom til kirkju eða á önnur
mannamót. Eitt var þó, sem hann var sérstaklega nafnkenndur
fyrir. Hann var svo markglöggur, að segja má, að hann hafi slagað
upp í Hjörleif Sigfússon, nema svæði það, sem Guðmundur var
kunnugur, var miklu minna. Hann þekkti flest mörk á hverjum
bæ í Akrahreppi, í Oxnadal, Hörgárdal, á Þelamörk og í Arnar-
neshreppi út að sjó.
Guðmundur stundaði það mikið að koma skepnum til skila,
sem í óskilum voru, hvort sem var í Akrahreppi eða fyrir norðan
í dölunum þar. Það var fast starf hans að hirða fé úr Akrahreppi
í réttum fyrir norðan heiði, og sagt var, að séra Amljótur á Bægisá
léti hann reka prestlömbin í fóður, þegar hann átti leið vestur á
haustin.
Eins og áður er sagt, var Guðmundur lengi á tveimur bæjum
seinni hluta ævi sinnar, Sólheimum og Miðsitju. Frá þessum bæj-
um er stutt leið að Ulfsstaðakoti og þar var hann tíður gestur.
Hallgrímur Friðriksson bjó í Úlfsstaðakoti frá 1888 til 1913,
Friðrik, sonur Hallgríms, ólst þar upp með föður sínum og bjó
þar síðan í marga áramgi og breytti nafni jarðarinnar árið 1950.
Heitir þar nú Sunnuhvoll. Nokkuð af því, sem hér er skrifað um
Guðmund Sveinsson, er haft eftir Friðrik Hallgrímssyni, en hann
er fæddur 1895 og man Guðmund vel. Friðrik hefur það eftir
Hallgrími föður sínum, að Guðmundur muni ekki hafa verið læs
eða ekki vel læs, því hann lét lesa fyrir sig, þegar hann kom á
bæi. Olína Jónasdóttir skáldkona ólst upp á Kúskerpi. Hún sagði
svo frá, að þegar Guðmundur kom þar, hafi hann spurt, hvort
blaðið væri komið. Það var Akureyrarblaðið og vildi hann vita,
hvort þar væri sagt frá óskilaskepnum.
Guðmundur Sveinsson verzlaði við Kristján kaupmann Gísla-
son á Sauðárkróki, og þegar hann fékk ársreikninginn, fór hann
með hann til Hallgríms bónda í Úlfsstaðakoti og lét endurskoða.
Var það nákvæmlega gert og fór í langur tími. Sonur Hallgríms
í Úlfsstaðakoti var Arni, lengi ritstjóri Iðunnar, vel gefinn maður
187