Skagfirðingabók - 01.01.1977, Side 191
GUBMUNDUR SVEINSSON
voru forustumenn beggja úr Lýtingsstaðahreppi, en af þeim átta
mönnum, sem fóru þessar ferðir, var þá ekki vitað um nöfn þeirra
nema þriggja, sem fyrirliðar voru. Foringi í hinum fyrri leiðangri
var Jóhann Pétur Pétursson frá Reykjum í Tungusveit og þá að-
eins 22 ára gamall. Jóhann hófst upp úr umkomuleysi, lærði ekki
að skrifa fyrr en um tvítugt, en varð þó einn af ríkustu bændum
í héraðinu og var hreppstjóri Lýtingsstaðahrepps yfir 50 ár. Þeir
Jóhann voru 5 saman, þegar þeir lögðu af stað, einn maður úr
hverjum hreppi vestan Héraðsvatna, en hrepparnir voru þá fimm.
En þeir urðu ekki nema fjórir, sem suður fóru. A Mælifellsdal
gerði dimmt él, og þá gerðist það, að einn þeirra félaga missti
kjarkinn og fór heim til sín. Nafn hans er bundið í vísu, er Sig-
valdi skáldi orti af þessu tilefni. Seinni partur vísunnar er þannig:
„Aftur sneri hann Erlendur / á honum Biskupsfleti.“ Biskups-
flötur er syðst á Mælifellsdal. Ekki er annað vitað um Erlend en
nafnið. Að sögn Sveins Jónssonar bónda og oddvita á Hóli í Sæ-
mundarhlíð var vinnumaður frá Hóli sendur suður með Jóhanni,
en ekki mundi hann nafn vinnumannsins. Sveinn á Hóli var fædd-
ur 1857 og varð nærri 100 ára.
Veturinn 1856 var mjög góður frá miðjum febrúar. Snjólítið
var og öll vötn auð á hálendinu.
Þeir Jóhann fóru víða um fyrir sunnan til að kaupa hundana
í Árnes- og Rangárvallasýslum. Þeir keyptu líka hest til að flytja
á farangur og unga hvolpa. 56 hunda komu þeir með norður, en
auk þess töpuðu þeir móstrútóttum hundi, fullorðnum, önnur van-
höld urðu ekki.
Um hina seinni ferð suður skal hér tekið upp það, sem skrifað
er í „Heima er bezt“ og áður er vísað til:
„Það gefur að skilja, að þessir 56 hundar gátu ekki fullnægt
þörfinni, sem sést á því til dæmis, að í Lýtingsstaðahreppi einum
eru 60 bæir. Því var það, að síðar um veturinn var gerður annar
leiðangur suður til hundakaupa. Ekki er nú vitað með vissu um
nema tvo af þeim mönnum, sem í þeirri ferð voru, þá Indriða
Árnason í Ölduhrygg, sem þá var 25 ára gamall og fyrirvinna hjá
189