Skagfirðingabók - 01.01.1977, Page 192
SKAGFIRBINGABÓK
móður sinni, Guðrúnu Guðmundsdóttur, og Björn Jónsson bónda
á Mælifellsá. Björn var þá nýlega farinn að búa, rúmlega þrítugur
að aldri. Þeir voru fleiri saman og allir munu þeir hafa verið úr
Lýtingsstaðahreppi. Sagt er, að þeir hafi komið með um 40 hunda
og töpuðu tveimur eða þremur á leiðinni. Þá er einnig sagt, að
þeir hafi keypt hrossakjöt fyrir sunnan handa hundunum og stund-
um á leiðinni hafi þeir dregið kjötstykki og látið hundana elta
það.“
Þeir Indriði og Björn eiga nú fjölmarga afkomendur í Lýtings-
staðahreppi og víðar. Indriði Arnason var langafi Indriða G. Þor-
steinssonar.
Af því, sem að framan er skráð, er ljóst, að unglingspilturinn
Guðmundur Sveinsson frá Minni-Okrum hefur verið með þeim
Birni og Indriða og einnig að þeir voru fjórir saman og ekki allir
úr Lýtingsstaðahreppi, sem gizkað var á. En hvaðan var sá fjórðr
af þeim félögum? Er ekki líklegt, að hann hafi einnig verið austan
yfir Vötn? Hundleysið var líka plága þar. Stefán Jónsson fræði-
maður á Höskuldsstöðum hefur það eftir nafna sínum og frænda,
Stefáni Eiríkssyni bónda á Höskuldsstöðum, sem fæddur var 1838,
sonur Eiríks hreppstjóra í Djúpadal, að það hafi verið erfitt að
smala í Djúpadal vemrinn 1856.
Hér að framan er að því vikið, að Guðmundur Sveinsson væri
ekki læs eða svo stirðlæs, að hann hafi gjarnan látið lesa fyrir sig.
Eins og áður segir var Guðmundur fermdur 15 ára gamall vorið
1856, eftir að hann kom af Kjalvegi þreyttur og fótasár. Vitnis-
burður um Guðmund í minsterialbók Miklabæjar er þessi: „All-
vel að sér, sæmilega skikkanlegur." I manntalsbók Miklabæjar
árið 1860 er skrifað: „Guðmundur Sveinsson Minni-Okrum 19
ára gamall, allvel lesandi."
Enda þótt Guðmundur hafi verið „allvel lesandi" á yngri árum,
er það vel skiljanlegt, að honum hafi þótt léttara að láta lesa fyrir
sig, þegar hann var kominn til aldurs, og svo gæti hann hafa
verið sjóndapur, þó þess sé ekki getið. Markaskrána kallaði hann
„Bókina“ og á „Bókinni" kunni hann glögg skil.
190