Skagfirðingabók - 01.01.1977, Page 195
BRÉF VEGNA ALÞINGISKOSNINGA
Kaupmannahöfn, 20. dag apríls 1844.
Hæstvirti herra sýslumaður!
Jafnvel þó við þykjumst full sannfærðir um, að Þjer munið
hafa sett nöfn okkar á kjörskrárnar í Skagafjarðarsýslu þegar búið
var að skrifa upp á Víðivöllum, og Þjer sáuð, að þar voru miklu
fleiri jarðarhundruð gengin í erfðir, en nægði til kjörgengi og
kosningarrjettar handa erfingjunum, þá viljum við þó til betri
vissu biðja Yður gjöra svo vel að setja nöfn okkar á kjörskrárnar;
höfum við í því skyni komið okkur saman um, að taka hvor sín
10 hdr. í Víðivöllum, og lofum við, að ekkjert verði móti því
haft af hinum erfingjunum, bróður okkar Jóni sýslumanni og
Sjera Sigurði Arnórssyni, eins og við leggjum með brjefi þessu
samþykki okkar á, að þeir taki hvor um sig sín 10 hdr., annað-
hvort í sömu jörð, eða hverri annari, sem þeir vilja, af þeim
jörðum, sem við höfum allir erft. En sjeu þeir búnir að gjöra
nokkra aðra ráðstöfun til að halda uppi kosningarrjetti okkar og
kjörgengi, föllumst við á hana.
Með virðingu og vinsemd
P: Pétursson. Br. Pétursson
Utanáskrift:
Velbyrdige / Herr Sysselmand L. Thorarensen / Enni.
13
193