Skagfirðingabók - 01.01.1977, Síða 198
SKAGFIRÐINGABÓK
voru. Þarna varð svo stöðuvatn, sem síðar hlaut nafnið Manna-
beinavatn.
Löngu síðar eiga að hafa fundizt mannabein á fjörum þessa
vatns. Enginn veit nú, hvað sá beinafundur hefur verið fyrirferðar-
mikill, en ekki þarf að efast um það, að þarna hafa fundizt manna-
bein, því annars hefði vatnið ekki hlotið þetta nafn. Það var auð-
vitað álitið, að beinin væru af manni, eða mönnum, úr hópi þeirra,
er þarna fórust.
Sumir draga það í efa, að komið geti veruleg hlaup í Ströngu-
kvísl. Um það get ég ekkert sagt, ég er ekki kunnugur á þessum
slóðum og veit ekki, hvernig hagar til þar, sem hún kemur úr
jöklinum, en það er nú staðreynd, að þarna hefur verið stöðuvatn.
Ég hef ekki nema einu sinni komið þarna upp eftir, það var vorið
1918.
Ég var, ásamt tveimur mönnum öðrum, að leita að hestum
þarna í Tungunum, og ákváðum við, þegar við skiptum okkur til
leitar, að hittast við gangnamannakofa, sem stóð — og kannski
stendur enn — á allháum mel sunnan við Áfangaflá, h. u. b. í
suðausturhorni Asgeirstungna.
A leið minni upp að kofanum reið ég yfir þessa flatneskju, þar
sem vatnið hafði verið, en vatnsbotninn er lægð sú, sem er stutt
suðvestur af kofanum, og var þá sem ógróið leirflag, en glöggt
sást fyrir bökkunum í kring, þar sem takmörk vatnsins höfðu ver-
ið — og svo mun vera enn. Gera má ráð fyrir, að nú sé komin
þarna gróin grund, eins og sjálfsagt hefur verið, þegar skagfirzku
leitarmennirnir tjölduðu þar fyrir nokkrum öldum.
I sambandi við „hlaup“ í Ströngukvísl, sem Jón Arnason talar
um, vil ég geta þess, að það er mín skoðun, að ekki hafi þurft
reglulegt „hlaup“ til þess, að kvíslin flæddi þarna norður í krik-
ann. Það er mjög líklegt, að hún hafi fallið norðar niður eyrarn-
ar en hún gerir nú og þá ekki þurft að vaxa mjög mikið til þess
að brjóta sér leið þarna norður eftir; þær eru stundum ærslafullar
íslenzku þverárnar. En hvað sem þessu líður, held ég, að fullvíst
megi telja, að ekki gat myndazt stöðuvatn á þessum stað nema
af vatni úr Ströngukvísl. Þegar hún færði sig svo suður á eyrarnar
196