Skagfirðingabók - 01.01.1977, Qupperneq 199
TVO FJALLAVOTN
og hætti að leggja til viðhaldið, hefur vatnið auðvitað þornað
upp rmám saman, unz það var með öllu horfið.
Ef til vill á Strangakvísl eftir að bregða aftur á leik þarna norð-
ur á bóginn og endurnýja Mannabeinavatn, en vonandi verður
hún þá engum að grandi.
II.
Þúfnavatn og mórauðu fuglarnir
Eins og kunnugir vita er Þúfnavatn um það bil í miðjum
Asgeirstungum, dálítinn spöl austan við Kjalveg, þar sem hann
liggur yfir tungurnar. Þetta er ekki stórt vatn, en samt nokkur
hundruð metrar á lengd, liggur út og suður, en er ekki breitt. Yar
líka, þegar ég kom þar síðast, auðsjáanlega orðið mjórra en það
hafði áður verið, því að talsvert breið sandrönd var frá fjörunni
austur að bakkanum, þar sem takmörk þess höfðu áður verið, en
vesturbakkinn virtist vera eins og maður getur búizt við, að hann
hafi upphaflega verið.
Sumir álitu — og álíta e. t. v. enn — að þetta vatn væri Manna-
beinavatn. Sá misskilningur hefur sennilega stafað af því, að
menn hafa rekið sig á þá staðreynd, að ekki var til nema eitt
stöðuvatn í Asgeirstungum, en hafa þó vitað, að til átti að vera
svokallað Mannabeinavatn í Ásgeirstungum, en sökum ókunnug-
leika ekki vitað, hvar það átti að vera og þess vegna álitið, að þetta
vatn hlyti að vera Mannabeinavatn.
A fjallavötnum sjást oft fuglar, álftir, endur og fleiri sundfugla-
tegundir. Eg man, þegar ég var unglingur, að ég heyrði talað um
það, að aldrei sæist fugl á þessu vatni — sem þá var kallað
Mannabeinavatn — og hafði ég það á tilfinningunni, að mönn-
um fannst eitthvað undarlegt við þetta, þó lítið væri um það talað.
Ur Þúfnavatni rennur dálítill lækur, hér um bil norðast, og kall-
ast Leggjabrjótur. Rennur hann norðvestur um mólendið í átt að
Blöndu. Lækur þessi er mjög stórgrýttur þar, sem göturnar liggja
197