Skagfirðingabók - 01.01.1977, Síða 200
SKAGFIRBINGABÓK
yfir hann, og sagnir herma, að þar hafi hross fótbrotnað, jafnvel
fleiri en eitt.
Það mun hafa verið vor eitt á árunum laust fyrir 1930, að ckk-
ur Jóni Stefánssyni, bónda á Anastöðum, kom saman um að verða
samferða, er að því kæmi að reka ótamin hross til heiðar; ég var
þá fyrir fáum árum kominn að Breið.
Eg fór dálítið með byssu, einkum framan af ævi, og dettur nú
í hug að hafa byssuna með í þessa ferð, því að ég vissi það, þó ég
væri ekki kunnugur á Eyvindarstaðaheiði, að þar sjást oft fuglar
á vorin.
Þegar okkur Jóni þótti hæfilegt að fara með hrossin, lögðum
við af stað, og greiddist ferðin vel. Komum við hrossunum í Guð-
laugstungur og skildum þau eftir ofarlega við Herjhólslæk. Ekki
hafði ég séð fugla á þessari leið, sem mér þótti vert að skjóta. Við
stönzuðum þarna stundarkorn, bæði til að lofa hestunum að grípa
niður og fá okkur bita af nesti okkar. Þegar við svo erum um það
bil að snúa heimleiðis, sé ég eina álft þar suðvestur í flánni. Bið
ég nú Jón að doka við, á meðan ég reyni við álftina. Komst ég
greiðlega að henni og skaut hana; var það eini fuglinn, sem ég
náði í þessum túr. Eg hef sjálfsagt framið þarna lagabrot, en
sennilega er sökin fyrnd.
Höldum við félagar nú af stað heimleiðis, og segir ekki af ferð
okkar, fyrr en við kornum niður að Þúfnavatni, en það er dálítinn
spöl austan vegar, eins og áður greinir. Eg var auðvitað alltaf að
skima eftir fuglum þar, sem þeirra var helzt von. Leit ég að siálf-
sögðu austur á vatnið, en þar var engan fugl að sjá á sundi frem-
ur en fyrri daginn, en í sandfjörunni austan megin vatnsins sá ég,
að sátu nokkrir fuglar eða öllu heldur stóðu og sneru sér fram að
vatninu.
Eg held, að ég þekki alla meiriháttar fugla, sem sjást hér norð-
an jökla, en þessa fugla hafði ég ekki áður séð; þeir voru mó-
rauðir að lit, gildir og fremur hálsstuttir; þó býst ég við, að hæð
þeirra hafi verið 70—80 cm, þar sem þeir stóðu þráðbeinir —
eins og mörgæsir — þarna í sandinum.
Mér þótti rétt að forvitnast um þessa mórauðu fugla, en sýndist
198