Skagfirðingabók - 01.01.1977, Síða 201
TVÖ FJALLAVÖTN
þó litlar líkur til þess, að hægt væri að komast í skotfæri við þá,
ef þeir væru styggir, því þarna er mishæðalítið. Bið ég Jón fyrir
hestana, og ætlaði hann að bíða mín út við lækinn, sem áður er
nefndur.
Fuglarnir voru nokkuð sunnarlega við vatnið og stóðu þar
hreyfingarlausir. Ég geng nú austur fyrir vatnið að sunnan og út
fjöruna í átt til þeirra, og þótti mér líklegt, að þeir mundu synda
fram á vatnið, er ég nálgaðist, eins og sundfugla er siður, ef kom-
ið er að þeim við svipaðar aðstæður. Held ég nú í rólegheitum
út með vatninu, og fuglarnir hreyfa sig ekki enn. Ég sá, að þeir
voru allir eins litir, dökkmórauðir, og sást hvergi á þeim hvítur
blettur.
Ég mun hafa verið í um það bil 130—140 m fjarlægð, er þeir
flugu upp, og undraðist ég, hvað þeim virtist veitast létt að hefja
sig á loft og það allhátt, jafn luralega vaxnir og þeir virtust vera;
að vísu var vænghaf þeirra nokkuð mikið. Þeir flugu vesmr yfir
vatnið, beygðu svo til hægri og sneru við inn yfir vatnið, renndu
sér á ská niður í átt að austurströndinni, skelltu sér á bringuna,
á að gizka 2—3 m frá landi, og renndu sér þannig upp í fjöruna.
Þar bröltu þeir á fætur, sneru sér fram að vatninu og stóðu beinir
sem fyrr. Þannig stóðu þeir hreyfingarlausir, þar til þeim þótti
ekki ráðlegt að hleypa mér nær; var þá fjarlægðin svipuð og hið
fyrra sinn. Flugu þeir sama hálfhringinn og áður og lentu með
sama hætti og áður í sandinum að austan hér um bil út við
varnsenda.
Ég rölti áfram út eftir, og þegar ég átti eftir svipaða vega-
lengd og áður til þeirra, flugu þeir auðvitað. I þetta sinn ílugu
þeir hærra en áður, stefndu fyrst norðvestur fyrir vatnið, en beygðu
svo til hægri og tóku stefnu í suðaustur; bar þá fljótt yfir og hurfu
von bráðar út í blámóðu loftsins.
Ég get því miður ekki lýst útliti þessara undarlegu fugla nánar
en ég hef gert hér á undan. Ég gat til að mynda ekki greint „and-
litsfallið“ sökum fjarlægðarinnar, sem alltaf var milli mín og
þeirra, þegar þeir flugu upp, en vissulega hefði mér þótt forvitni-
legt að sjá vel framan í þá.
199