Skagfirðingabók - 01.01.1977, Blaðsíða 202
SKAGFI RSINGA BOK
Eins og fram hefur komið hér á undan, voru þessir mórauðu
fuglar mjög ólíkir öðrum landfuglum, sem sjást hér norðanlands,
bæði að útliti og háttalagi. I fyrsta lagi fannst mér einkennilegt að
rekast á fugla langt inni á heiðum, sem gátu staðið alveg upp-
réttir eins og margir sjófuglar, sem hafa fætur mjög aftarlega. I
öðru lagi vakti það undrun mína, að þeir stóðu alltaf í sömu spor-
um, eins og negldir niður, þegar þeir voru á jörðu niðri; er það
mjög óvenjulegt, meira að segja gæsir og helsingjar, þessir styggu
fuglar, feta venjulega eitthvað af stað, áður en þeir fljúga upp,
ef maður nálgast þá á bersvæði. I þriðja lagi fannst mér alveg
furðulegt, hvernig þeir fóru að því að lenda við sandinn, og er því
áður lýst. Mátti af þessu ráða, að þetta væru ekki sundfuglar, þó
þeir virtust vilja halda sig nálægt vatninu.
Ekki gat ég talið þessa mórauðu heiðabúa, því að þeir stóðu
alltaf svo þétt, enda fjarlægðin nokkur, og á fiuginu höguðu þeir
sér þannig, að ekki var hægt að telja þá með neinni vissu, en ég
held að þeir hafi verið sjö eða átta.
Ekki er ég einn um það, að hafa séð einkennilega fugla á þess-
um slóðum, því að auk ferðafélaga míns sá Jón sonur minn stóra,
dökka fugla við Þúfnavatn, sem hann kannaðist ekki við. Það var
um það bil 20 árum seinna. Voru þeir utarlega við vatnið að
austanverðu. Kom lýsing hans á þeim — það, sem hún náði —
mjög heim við útlit þeirra fugla, sem ég hef lýct hér á undan, en
vegna þess, að hann var ekki í neinum veiðihug, veitti hann þeim
ekki nána athygli.
Eg hef talað við tvo menn, sem báðir eiga heima hér í sveitinni
og eru mjög greinargóðir, þó teknir séu að eldast. Þeir sögðu mér,
að þeir hefðu heyrt getið um það, að sézt hefðu þarna frammi á
heiðinni einkennilegir fuglar. Ekki vissu þeir, hvenær það hefði
verið eða hverjir hefðu séð þá, en annar þeirra tjáði mér, að fugl-
ar þessir hefðu verið átta að tölu og allir mórauðir. Af þessu verð-
ur að draga þá ályktun, að þessir fuglar, sem sézt hafa þarna ein-
hvern tíma fyrir löngu, hafi verið þeir sömu og við feðgar sáum
við Þúfnavatn, eða a. m. k. sömu tegundar.
Ymsar spurningar ieita á hugann í sambandi við þessa mó-
200