Skagfirðingabók - 01.01.1977, Side 204
BENDING VEGNA FLJOTARITGERÐAR
eftir GUÐMUND SÆMUNDSSON
í síðustu (7.) Skagfirðingabók ritaði Sverrir Páll Er-
lendsson mjög greinargóða ritgerð um Fljót á 19. öld. Þó er svo,
að sums staðar mætti í nokkru bæta um það, sem frá er greint.
Eitt atriði, er varðar sjávarútveginn, ber einkum brýna nauðsyn
til að leiðrétta. Á bls. 146 segir, að „heimildir um veiðar, aðrar
en hákarlaveiðar“ séu „mjög af skornum skammti“. Þetta er ekki
rétt. Til eru aflaskýrslur um nánast hvert ár á síðari helmingi
aldarinnar, og birti Bjarni Sæmundsson fiskifræðingur þær í And-
vara árið 1905. Skýrslur þessar, tvær að tölu, voru fengnar frá
Þorsteini Þorsteinssyni, bónda í Haganesvík og um skeið sýslu-
nefndarfulltrúa Fljótamanna. Hin fyrri er tekin saman af séra
Jóni Norðmann á Barði, fósturföður Þorsteins, en hina tók hann
sjálfur saman.
Eru skýrslurnar birtar hér með, og einnig eru látin fylgja orð
Bjarna Sæmundssonar um þær.
„Skýrslan (J. N.) sýnir að laxveiðin hefur verið mjög upp og
niður, ef hún hefur alt af verið stunduð jafnt, einkum hefur hún
verið lítil frá 1863 til 1872, en aukist svo aftur að mun, en þó
ekki náð því sem hún var næstu 10 árin fyrir 1863. Silungsveiðin
hefur verið mjög upp og niður, en sjávaraflinn aukist að mun
eftir 1867, ef til vill samfara meiri ástundun. Þorsteinn getur
þess, að hlutarhæð sú, sem hér er sýnd, sé hin hæsta, af fleiri
hlutum.
Fram að 1898 er aflinn aðeins þorskur á ýmissi stærð, en það
ár og síðan er ýsa og annar fiskur talinn með og þá er farið að
202