Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Side 26
24
MULAÞING
vatni, en vænt þótti mér um að hafa þar börn á svipuðum aldri og eg var
sjálfur til að leika mér við. Man eg best eftir dreng sem Jón hét, sonur
Jóns bónda. Var eg mörgum árum síðar (1879) í brúðkaupsveislu hans í
Flögu í Skriðdal, er hann giftist dóttur Guðmundar bónda þar. Aftur hitti
eg hann tvisvar er eg var í jarðamati á Langanesströnd. Þótti mér gaman
að hitta Jón þennan með svo löngum millibilum á ævinni og það glaðan
og hressan í bragði.
Faðir minn reif húsin á Hólmavatni, flutti a.m.k. sum þeirra og byggði
upp á Hraunfellsseli, sem gjörði honum mikla erfiðleika og tafir, því
langt er þar á milli og vegleysur yfir að fara. Þó tókst honum þetta og
leið okkur þolanlega þar þetta ár sem við vorum þar, nema hvað móðir
mín leið mikið vegna sullaveikinnar.
í árgili nokkuð fyrir innan Hraunfellssel er mikið af surtarbrandi.
Brúkaði faðir minn hann í smiðju til að dengja ljái og við annað járn-
smíði. Surtarbrandslagið er mjög þykkt í árbakkanum að mig minnir, og
eru þar að líkindum kol svipuð og í bjarginu hjá Vindfelli.
Frá Hraunfellsseli flutti faðir minn aftur eitt ár að Teigi í Hofsárdal í
tvibýli við Stefán Kristjánsson og Sigurveigu Friðriksdóttur hálfsystur
sína. Þar voru foreldrar mínir eitt eða tvö ár. Komst móðir mín þar aftur
á flakk svo hún gat stundað bú sitt og heimili, en alltaf var hún veikluð
og heilsutæp eftir það.
Eg man lítið betur eftir mér í Teigi en á Hólmavatni, og virðist mér sá
staður tilkomuminni að náttúrufegurð. Var eg þó kominn á tíunda ár er
við komum þar.
Húsakynni í Teigi voru fínni en eg hafði áður vanist, hafði Vilhjálmur
Oddsen byggt þar bæinn fyrir nokkrum árum, en ekki hafði það verið
sterklega gjört, því mjög vora húsin farin að bila og skekkjast.
Frá Teigi fluttu foreldrar mínir að Tunguseli. sem var í eyði og hafði
ekki verið byggt áður. Þar byggði faðir minn upp dálítinn bæ - sömu hús-
in sem hann hafði áður byggt upp á Hólmavatni og sum af þeim á Hraun-
fellsseli, nema það sem bæta varð viðum í þau í staðinn fyrir það sem
brotnað hafði og skemmst á Hraunfellsseli og svo í flutningum á milli.
I þrjú ár vorum við á Tunguseli, og man eg vel eftir mér þar.
Einn veturinn sem við vorum þar fórst Friðrik Metúsalem bróðir minn
í snjóflóði í Tunguárgilinu stutt frá bænum. Var það að kenna Sigvalda
Jónssyni vinnumanni frá Einarsstöðum. Var hann heima hjá okkur á
Tunguseli um daginn og átti að passa fé þar á móti handan við Tunguá,
en fékk drenginn til að ganga til fjárins fyrir sig og reka það á beit, og
lenti á heimleiðinni í snjóflóð í gilinu. Hafði sprungið fram stór snjó-