Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Side 117
SIGURBERGUR H. ÞORLEIFSSON:
Minningar frá byggingu vita á Glettinganesi
sumarið 1931
Á tímabilinu 1924 til 1931 vann ég við vitabyggingar á ýmsum stöð-
um á landinu. Árið 1931 var mér boðin vinna við að byggja vita á Glett-
inganesi. Tók eg boðinu og réði mig til starfa.
Þar sem liðin eru 55 ár frá því að vitinn var byggður og eg er orðinn
81 árs, er ýmislegt fallið í gleymsku, en margt af því sem eg minnist á
hér á eftir er tekið úr sendibréfum er eg skrifaði eiginkonu minni frá
Glettinganesi.
Vitaskipið Hermóður flutti byggingarefni í vitabygginguna.
Lagt var af stað frá Reykjavík 28. maí. Með skipinu fóru einnig níu
menn (að sunnan), sem ráðnir voru til starfa við bygginguna. Eg man
nöfn þeirra:
Frá Garði Gullbringusýslu: Oddur Jónsson verkstjóri, Júlíus Oddsson
vélstjóri og undirritaður, smiður. Frá Garðskagavita: Júlíus Guðlaugsson
smiður og Vilhjálmur Þórðarson matsveinn. Frá Reykjavík: Júlíus
Bjamason smiður og Stefán [vantar föðurnafn] verkamaður. Frá Hafnar-
firði: Guðmundur Guðmundsson verkamaður og frá Höskuldsey Breiða-
firði: Höskuldur Pálsson verkamaður.
Vitaskipið kom við á nokkrum vitum á leiðinni austur, þar á meðal á
Hornafirði, Hvanney, Papey, Djúpavogi, Streitishorni, Kambanesi og á
Vattarnesi við Reyðarfjörð.
Komið var að Glettinganesi 2. júní í góðu veðri. Þá var strax skipað á
land byggingarefni, timbri og sementi, einnig verkfærum og öðrum far-
angri, sem tilheyrði fyrirhugaðri vitabyggingu. Aðstaða við landtöku var
nokkuð góð, hægt að lenda við klöpp, sem vel flaut að, en fjaran var dá-
lítið erfið yfirferðar.
Glettinganesið er lágt nes eða skák undir fjallinu Glettingi, sem er 553
m hátt. Nesið er á milli Brúnavíkur og Breiðuvíkur, en Kjólsvík er þó
sunnan við fjallið.
Á þessum tíma var búið í Brúnavík, Glettinganesi og Kjólsvík, en
þessi býli munu nú komin í eyði.