Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Qupperneq 150
148
MÚLAÞING
þennan vetur því þykkur ís lá yfir firðinum, að ég held út undir fjarðar-
mynni. Þá voru lítilsháttar veiðar stundaðar með því að einstaka menn
hjuggu gat á ísinn, aðallega útundir svonefndum Háubökkum, stráðu
ösku í kringum gatið til þess að draga úr hálkunni og sátu svo þama á
kassa eða eldhússtólum og veiddu sér þaraþyrskling í soðið. Lítil hætta
var á að ísinn reyndist ekki nægilega traustur, því þennan vetur fraus
inni á Seyðisfirði millilandaskipið Botnía, sem var í eigu Sameinaða
gufuskipafélagsins. Komst það ekki út fyrr en eftir tvo mánuði, en þá
braut Gullfoss sér leið gegnum ísinn og komst Botnía út í kjölfar hans.
Ekki var þó ísinn fólkinu eingöngu til ama, í það minnsta ekki okkur
krökkunum, því varla vorum við komin heim úr skólanum áður en
skautamir voru teknir fram og rokið út á fjörð. Kannske átti þetta nú
frekast við okkur, sem ekki vorum sérlega iðin við lærdóminn.
Venjulega var dálítið erfitt að komast út á aðalísinn því að íshellan
brotnaði alltaf við ströndina vegna sjávarfalla og myndaðist af þeim sök-
um íshroði í fjömnni. Verst var að þurfa að fara heim til að læra undir
næsta dag - alverst þó að þurfa að hanga yfir kverinu, þessari hundleið-
inlegu hundrað blaðsíðna bók, sem læra varð utanað og sem fæstir
skildu eða reyndu að skilja.
Það mátt heita föst venja á hverjum vetri, að haldinn væri álfadans
með brennu, blysum eða öðru er þar tilheyrði. Þennan vetur var brennan
höfð á ísnum úti á firðinum. Logaði bálið þarna vel og lengi eða þar til
löngu eftir að álfamir voru komnir upp í Bindindishús og famir að dansa
undir dynjandi harmóníkumúsíkinni.
A þessu skeiði framþróunarinnar voru ekki miðstöðvar í húsum, held-
ur aðeins kolaofnar og kolaeldavélar. Þó var kannske það versta, að
þennan vetur fluttust engin kol til landsins vegna styrjaldarinnar. Urðu
menn að láta sér nægja svonefnd Tjörneskol, sem brotin voru úr jörðu
norður á Tjörnesi og mjög erfitt var að láta lifa í. Pokinn af þessu kost-
aði fimmtíu aura og varð að sækja langar leiðir og bera heim á bakinu.
Var hlýjan í fbúðunum, sem flestar vora illa einangraðar, líka eftir því.
Þannig botnfraus í þvottafati, sem staðið hafði yfir nótt í herberginu þar
sem við sváfum.
Reynt var þó eftir megni að ná upp þolanlegri hlýju í einu herbergi að
kvöldinu til þegar allir voru sestir inn. Var það þá næstum því fastur sið-
ur, að Sigfús gamli Sigfússon þjóðsagnaritari, sem hafði herbergi inn úr
eldhúsinu okkar, kæmi og læsi fyrir okkur úr safni sínu. Eru þær stundir
með kærustu endurminningunum mínum frá æskuámnum.
Mikill stéttamunur var á Seyðisfirði á þessu skeiði sögunnar. Allur