Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Qupperneq 54
52
MÚLAÞING
þetta sinn að Hjarðarhaga vorið 1855 og þar eru þau í manntali 1856,
Guðmundur talinn vinnumaður, „sæmilega læs“. Prestsþjónustubók
Eiðasóknar segir þau flytjast vorið 1857 frá Skeggjastöðum á Dal að
Fljótsbakka og þar búa þau nokkur ár uns Grímur lést 21. apríl 1861.
Guðrún býr áfram á Fljótsbakka og Guðmundur er talinn vinnumaður
hjá henni. Hún er þar ekki á manntali 1863 og þá er Guðmundur vinnu-
maður hjá öðrum ábúendum. Hann er horfinn þaðan við manntal 1864
en Guðrún er komin aftur, „ekkja í húsmennsku“, ein á þriðja býli árið
1865. Árið 1866 er hún talin „húskona“ 49 ára. Verður nú ekkert séð um
dvalarstaði Guðmundar fram til 1870 að hann birtist aftur á Fljótsbakka
og kvænist Önnu Björgu Sigurðardóttur, sem áður hefur verið um fjall-
að. Hefja þau búskap og verður það ferli rakið í næstu köflum. Verður
helst að álíta að Guðmundur hafi verið „viðflæktur“ á Fljótsbakka á síð-
ari hluta 7. áratugarins, þótt hann sé ekki nefndur í kirkjubók. Hann
finnst hvergi í kirkjubókum nálægra sókna á þessum árum.
Börn Guðmundar Oddssonar og Önnu Bjargar Sigurðardóttur:
Grímur f. á Fljótsbakka 15. júlí 1871, d. 4. okt. 1916. Kvæntist Ás-
laugu Bjömsdóttur. Bjuggu á Stóra-Steinsvaði. Dóttir: Anna, giftist Jóni
Björnssyni á Skeggjastöðum á Dal.
Bjarni, f. 6. september 1872 á Fljótsbakka. Hverfur úr manntölum.
Sigurður, tvíburi, f. 3. júní 1874 á Staffelli, d. 31. mars 1925. Kvæntist
Þóm Þórarinsdóttur. Bjuggu á Brekku í Tungu. Synir: Guðmundur í Víf-
ilsnesi, Ásgrímur Lindarhóli, Sigurður í Vífilsnesi, Gunnþór dó ungur.
Elís, f. 3. júní 1874, tvfburi móti Sigurði, d. 17. febrúar 1945. Kvænt-
ist Pálínu Pétursdóttur. Bjuggu á Setbergi og víðar. Synir: Einar Hólm í
Eyjaseli, Þórir á Brekku í Tungu, Björgvin á Galtastöðum út.
Þórunn Sigurbjörg, f. á Fljótsbakka 1. apríl 1876. Giftist ekki, var
víða, lengst á Galtastöðum út, dvaldi síðast í Baldursheimi í Mývatns-
sveit.
Guðrún, f. á Fljótsbakka 19. september 1877. Dó 5. september 1885.
Einar, f. 23. september 1879 á Fljótsbakka, d. 1922. Kvæntist Krist-
björgu Kristjánsdóttur „Vopna“. Bjuggu á Hrjót. Björn: Sveinn á Mið-
húsaseli, Kristjana á Stóra-Steinsvaði, Stefán útibússtjóri K.H.B. á Eg-
ilsstöðum, Kristján í Fremraseli.
Jón Friðrik, f. á Fljótsbakka 18. febrúar 1881, d. 20. mars 1964.
Kvæntist Katrínu Jónsdóttur Einarssonar frá Vallanesi. Börn: Bergrín á
ísafirði, Sigríður í Reykjavík, Anna í Böðvarsdal, Þóra í Reykjavík, Ó-
lafur í Meðalnesi, Guðlaug á Hafrafelli, Þórarinn á Straumi, Guðmundur
í Refsmýri, Einar í Hafnarfirði, Gunnar Egilsstaðabæ, Bjöm á Hofi í