Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Síða 87
MÚLAÞING
85
ekki undan þeim störfum sem hann var beðinn að inna af hendi. Undir
þetta lífsstarf vill hann búa sig.
Eftir hálfs annars árs dvöl á Vaði, árið 1891, fer hann til náms í Bún-
aðarskólann á Eiðum, sem þá var í miklu áliti undir stjóm Jónasar Ei-
ríkssonar, og útskrifaðist hann þaðan 1893. Hafði hann þá tekið próf í
bæði verklegum og bóklegum fögum. Til gamans langar mig að telja hér
upp þær námsgreinar, sem faðir minn var látinn læra.
Verkleg kennsla:
Hirðing kúa, hesta og fjár.
Að hlaða grjótgarða, grafa skurði, slétta þýfð tún,
áburðamotkun, sláttur og hirðing heyja.
Bókleg kennsla, prófgreinar:
íslenska, skrifleg og munnleg.
Flatarstærðfræði.
Rúmmálsfræði, skrifleg og munnleg.
Efnafræði, skrifleg og munnleg.
Áburðar- og grasræktarfræði, munnleg.
Garðyrkjufræði, skrifleg.
Grasafræði, munnleg.
Meðferð helstu sjúkdóma alidýra, munnleg.
Húsdýrafræði, munnleg.
Jarðræktarfræði, munnleg.
Eðlisfræði, munnleg.
Land- og hallamælingar.
Saga íslands, munnleg.
Lýsing Islands, munnleg.
Tvöfalt bókhald, skriflegt og munnlegt.
Af þessari upptalningu sést hve fjölbreytt námið í Búnaðarskólanum
var, enda vom piltar, sem numið höfðu við þennan skóla yfirleitt mikils
metnir í sveit sinni og þeim trúað fyrir ýmsum málum hreppsfélagsins.
Á þessum tíma voru þeir mjög fáir, sem höfðu notið þessarar menntunar.
Að námi loknu snýr faðir minn aftur heim í sveit sína, sem áður hafði
tekið svo vel á móti honum.