Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Blaðsíða 96
94
MÚLAÞING
Kristín Árnadóttir “ 30.04.1887
Bogi Jónsson “ 10.01.1895
Þá kemur ekkja Einars, bróður mömmu og börn þeirra:
Salín Jónsdóttir “ 11.11.1865
Jón Einarsson “ 14.05.1894
Kristín Ólína Einarsdóttir “ 03.09.1896
Magnea Vilhelmína Einarsdóttir “ 05.05.1903
Þórhallur Einarsson “ 12.12.1906
Auk Salínar sem fór að Mýrum, urðu þrjú börn eftir í Borgarfirði, eins
og fyrr segir og heita þau:
María Einarsdóttir fædd 11.09.1905
Stefán Ólafur Einarsson 12.08.1897
Einar Einarsson fórst í snjóflóði 1921, f. 1903
í þessum litlu húsakynnum áttu heima 17 manns, auk nokkurra
þurfalinga sem voru af og til á heimilinu, t.d. Eyjólfur Eyjólfsson, sem
kallaður var Eyjólfur illi og margir voru hræddir við, því hann hrósaði
sér af því að hafa drepið mann. Hann var alltaf góður við foreldra mína,
en ef hann var áreittur, var hann til alls vís, og geta bræður mínir sagt
margar sögur af honum.
Eftir manntalið, sem ég gat um og tekið var 1910, eignuðust foreldrar
mínir fjögur börn og eru nöfn þeirra:
Pálína Fanney fædd 24.04.1912
Sveinn “ 30.10.1913
Ingibjörg “ 25.02.1916
Jón “ 14.09.1917
Það var 14. september 1917 sem reiðarslagið skall yfir Mýrarheimilið.
Móðir mín, sem var stoð og stytta heimilisins, var dáin rúmlega fertug
að aldri. Hafði hún látist af barnsförum að tíunda barninu. Barnið lifði
aðeins nokkra daga. Lét faðir minn skíra það og lét það heita Jón.
Fyrir jarðarförina var vígður grafreitur í túninu fyrir sunnan stóra hús-
ið af Magnúsi Blöndal í Vallanesi, og sá hann einnig um útförina. Hvíla
þar nú foreldrar mínir, Einar móðurafi og Jón litli, bróðir minn, ásamt
Ingifinnu Jónsdóttur, þriðju konu föður míns.