Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Side 66
64
MÚLAÞING
klakk sem kallað var, bundið upp á hesta. Þetta gerði fósturfaðir minn
og fleiri með honum. Þegar allt var komið á staðinn, heimtaði Jósef að
fá að greiða aðstoðina, við annað var ekki komandi. Þannig var Jósef
allan þann tíma sem ég þekkti hann, að allan þann greiða, sem hann
þurfti að fá, heimtaði hann að fá að borga.
Ég var um tólf ár samtíða Jósef og líkaði alltaf betur og betur við hann
eftir því sem ég kynntist honum meira. Hann kom oft að Kirkjubóli og
var alltaf tekið vel á móti honum, enda þótti hann góður gestur. Aftur
lenti hann oft í útistöðum við aðra nágranna sína í sveitinni, út af hestum
eða öðrum smámunum, því það þurfti ekki alltaf mikið til í þá daga að í
odda skærist. Þó átti Jósef marga kunningja sem heimsóttu hann á sumr-
in þegar þeir voru í útreiðum sem kallað var.
Út í Neskaupstað fór Jósef mest tvisvar eða þrisvar á ári og keypti þá
það sem hann taldi sig þurfa með, en oft kom það fyrir að hann og
Ragnhildur bústýra hans voru orðin matarlítil þegar komið var fram á
veturinn, og báðu þau þá mig oft að skreppa á skíðum og sækja það
nauðsynlegasta, sem var kommatur, sykur, kaffi og fiskur. Oft var Jósef
reiður út í hreppsnefndina út af gjöldum þeim sem honum var gert að
greiða til hreppsins, og var það ekki nema von, því hann bar alltaf hæstu
gjöldin þótt hann hefði langminnsta búið. Þetta kærði Jósef oft, en fékk
enga leiðréttingu. Gekk oddvitinn oft hart eftir gjöldunum, og sá ég
einusinni þegar Jósef var að greiða skattinn, að hann vöðlaði seðlunum í
hnút og henti þeim síðan í oddvitann. Oft kom ég að Fannardal og var þá
alltaf tekið vel á móti mér. Jósef sýndi mér bækur sínar og myndir, sem
hann hafði fengið í Ameríku, en þar dvaldist hann í sjö ár. Þessar myndir
voru af stórbyggingum, brúm, járnbrautum og aragrúa af fólki. Einnig
sagði hann mér margt af dvöl sinni vestra og frá heimabyggð sinni í
Þingeyjarsýslu. Frá búskap sínum að Felli í Vopnafirði. Jósef sagði sér-
staklega vel frá, og gleymdi maður þá oft stað og stund við frásagnir
hans.
Þó að Jósef hafi verið farinn að eldast þegar ég kynntist honum, var
hann fílhraustur og æfði talsvert íþróttir. T.d. synti hann oft á sumrin í
hyl sem var í Norðfjarðaránni fyrir neðan bæinn.Oft vildi Jósef tala um
sterka menn sem hann hafði umgengist og taldi hann sig í þeirra hópi.
Samt taldi hann séra Björn á Dvergasteini við Seyðisfjörð þann sterkasta
mann sem hann hafði kynnst. Þó var Jósef einu sinni yfirunninn. Það var
þegar hann átti geiturnar, að gamall hafur mannillur réðst að honum og
barði illilega. Jósef flýði upp á heyhlöðu jámklædda, en þar stóð hafur-
inn miklu betur að vígi en Jósef. Þessi bardagi endaði ekki fyrr en Jósef