Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Síða 120
118
MÚLAÞING
25. júlí var búið að steypa vitann nema handrið á efsta gólf. Þá hafði
sú áætlun staðist, sem gerð var, að steypuvinnu yrði lokið í júlílok, en
eftir var að smíða alla stiga í bygginuna og ganga frá ljóskeri.
Hinn 26. júlí hættu Borgfirðingarnir vinnu og fóru heim nema tveir -
og 6. ágúst búið að steypa handriðið, rífa öll steypumót utan og innan,
sementbera vitann og steypa stétt.
Tíðarfar var mildara og betra í ágúst en verið hafði í júní. Annan dag
ágústmánaðar kom besta veður sumarsins.
Sunnudagar og kvöldin eftir vinnu voru sá tími sem notaður var til að
hreyfa sig og njóta hvíldar eftir starfið, sem var stundum dálítið erfitt.
Þar sem ungir menn voru í hópnum reyndu þeir krafta sína með átökum
sín á milli, tekið var í spil og tafl. Ferðast var nokkuð um nágrenni
Glettinganess, og reynt að kynna sér umhverfið eftir bestu getu. Farið
var til Kjólsvfkur og einnig til Brúnavrkur bæði landveg og á sjó.
Einn sunnudag var okkur sunnanmönnunum boðið í heimsókn til
Brúnavíkur, vorum fluttir milli staða í trillubát. Okkur var tekið af mik-
illi gestrisni og alúð.
Eg held að allir úr okkar hópi hafi farið einhvern tíma til Borgarfjarðar
utan einn maður.
Einn sunnudag stuttu eftir að komið var að Glettinganesi fór eg og fé-
lagi minn, Júlíus Guðlaugsson til Borgarfjarðar.
Við fórum yfir Gletting og annað fjall [milli Hvalvíkur og Brúnavíkur]
og vorum tvo tíma að ganga til Brúnavíkur. Þegar þangað kom bauð
bóndinn þar, Sigurður Filippusson, okkur hesta til Borgarfjarðar og var
það þegið með þökkum. Sonur bóndans fór með okkur. Leiðin var nokk-
uð brött á köflum [fjallvegur], þó ekki eins brött og Glettingur.
Við vorum tvo og hálfan tíma að komast til Borgarfjarðar. Þegar þang-
að kom tóku á móti okkur vinnufélagar, en þeir fóru oftast heim á laug-
ardagskvöldum. Okkur var sýnd mikil gestrisni og farið með okkur um
þorpið og nágrennið og Alfaborgin heimsótt. Það væri hægt að nefna
nokkra fleiri staði, en það yrði of langt mál. Eg get þó ekki stillt mig um
að minnast á fjallahringinn, þar á meðal hin tignarlegu Dyrfjöll.
Þegar við höfðum ferðast um og notið mikilla góðgerða var klukkan
að verða níu. Þá vildi eg fara að halda af stað heim á leið, en þá kom sú
frétt að það ætti að verða ball um kvöldið. Félaga minn langaði til þess
að sjá hvemig það færi fram og fylgdarmanninn einnig. Eg lét tilleið-
ast.
Kl. tíu byrjaði ballið, en ekki var fjölmennt, átta dömur og nokkuð
fleiri herrar. Félagi minn skemmti sér vel og einnig fylgdarmaðurinn, en