Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Side 123
SVEINN STEFÁNSSON:
Smágrein um bóndann og vísindamanninn
Hákon Finnsson í Borgum í Nesjum
A-Skaftafellssýslu
Það var haustið 1932 að ég, Sveinn Stefánsson frá Kirkjubóli í Norð-
fjarðarsveit, tók mér far með e/s Esju frá Neskaupstað áleiðis til Reykja-
víkur. Ferðinni var heitið á Héraðsskólann að Laugarvatni.
Eg man vel hvað mér leið illa, er ég kvaddi og lagði af stað í þessa
ferð. Þetta var fyrsta ferðin mín að heiman til lengri dvalar. Ég var frem-
ur illa undirbúinn til námsins, því skólaganga mín hafði verið lítil, ekki
nema einn vetur í barnaskóla, því á þeim tíma hafði vinnan algjöran for-
gang fyrir öllu bóklegu námi.
Þegar Esjan kom til Neskaupstaðar,
var hún yfirfull af fólki, sem komið
hafði um borð á norðurfjörðunum, en
svo voru firðirnir nefndir frá Vopnafirði
til Neskaupstaðar. Svefnpláss var því
ekkert hægt að fá um borð, og urðu
margir að hafast við í setustofu eða
borðstofu skipsins. Þá fjóra sólarhringa,
sem ferðin tók til Reykjavíkur, leið því
fólki, sem plásslaust var, mjög illa.
Menn flæktust úti og inni og gátu naum-
ast sest niður. Og ekki skánaði líðanin,
þegar sjógangur var og meirihluti far-
þeganna sjóveikur. Ég var yfirleitt úti,
því þá leið mér betur. Ég hallaði mér
gjaman upp að reykháfnum, sem var
volgur, og hjá honum lá lofttúða, sem blés lofti frá vélinni. Þarna gat ég
haldið á mér hita og sofnað af og til, þegar gott var í sjóinn, en stundum
þurfti ég að flýja inn í gangana, ef sjór gekk yfir skipið.
A öllum höfnum, þar sem lagst var við bryggju eða höfð löng viðdvöl,