Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Side 63
MÚLAÞING
61
Þórður Jónsson á Klifstað, kosinn bókavörður.
Einar Asmundsson, gullsmiður á Úlfsstöðum.
Bjöm Halldórsson á Úlfsstöðum.
Eiríkur Halldórsson á sama bæ.
Jón Ögmundsson á Bárðarstöðum.
Páll Guttormsson á Amastöðum.
Jón Sveinsson á Sævarenda.
Jón Magnússon á sama bæ.
Jóhannes Pálsson á Hjálmárströnd.
Oddur Ögmundsson í Neshjáleigu.
Ólafur Pétursson í Húsavík.
Ólafur Kjartansson á Dallandi.
Valtýr Valtýsson á sama bæ.
Þorbergur Guðmundsson á Álftavík.
Lög voru samin í 13 greinum og eru þau allítarleg.
Þetta félag starfaði af töluverðum krafti. Fyrsta árið gáfu stofnfélagar
góðar bækur og svo voru á næstu árum keyptar bækur, tímarit og blöð,
til dæmis:
Þjóðólfur, Norðanfari, Ný félagsrit, Norðlingur, Framfari, Gestur
Vestfirðingur, Skírnir, Islendingasögur, Alþingistíðindi, Klausturpóstur-
inn, Isafold, Landstíðindi, Islensk ævintýr, Ármann á Alþingi o.fl.
I lögunum er tekið fram að tala skuli á fundum um nytsemi og efni
þeirra bóka, sem félagið hefur eignast. Svo segir í 5. grein:
„Á hverjum fundi skal þess gætt að aldrei tali nema einn í senn og beri
álit sitt fram með svo fáum og ljósum orðum, sem föng eru á. Tala skal
um hvert málefni út af fyrir sig sem félagsmönnum þykir þurfa og leita
svo atkvæða um hvað gilda skuli. Allir hafa fundarmenn jafnan rétt til
að tala á fundum“.
Félagatala lækkaði fljótlega í tíu menn, en eftir 1860 lækkaði talan enn
niður í 6 og síðar í 4 félaga. Þá fóru að verða nokkur ár á milli funda, en
alltaf lifnaði félagið aftur.
En 1897 kom fram tillaga frá Sigurði Einarssyni oddvita á Sævarenda
um að hreppurinn tæki við rekstri félagsins og það varð úr, þannig að
hreppsnefndin leggur hreppssjóði þá upphæð, sem henni kemur saman
um, til bókakaupa og jafnar þeirri upphæð niður með aukaútsvörum. En
allir sveitarmenn, sem útsvör borga, eiga jafnt tilkall til að lesa bækurn-
ar. Hreppsnefndin fólk í þetta sinn J. B. Jóhannessyni í Stakkahlíð að
annast bókakaup, geymslu á bókum, útlán á þeim og yfir höfuð öll þau