Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Blaðsíða 169

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Blaðsíða 169
MÚLAÞING 167 bræðra, Hallgríms og Indriða, sem þá var orðinn ekkill, til Héraðs undan allsleysinu er fellir var orðinn á Hvalnesi. Vafalaust hafa þeir, þar sem þeir voru þó ókvæntir menn, talið rétt að leita fremur bjargræðis fyrir sig annarsstaðar, heldur en hírast á Hvalnesi við nauman kost sem trúlega of margir þurftu að lifa af. Líklegt er að þau Ingimundur og Ingibjörg gangi í hjónaband um 1781, en þá hefur hún verið um tvítugt, og fyrsta bam þeirra, sem vitað er um, var Anna f. um 1783. Hún flyst til frænda sinna í Skriðdal við dauða móður sinnar og ólst upp á Borg hjá Indriða móðurbróður sínum, en er horfin úr kirkjubók um 1804, hefur dáið um það leyti, hvað sem valdið hefur. Næsta barn sem vitneskja er um var Asmundur f. 1786. Hann ólst upp hjá Hallgrími móðurbróður sínum á Þorvaldsstöðum í Skriðdal, er kominn þangað um 1788. Síðasta barn þeirra hygg ég að verið hafi Guðrún f. um 1789, og væri það þá nafn ömmu Ingibjargar, og gæti móðir hennar hafa dáið að henni, en annar möguleiki er að móð- ir hennar hafi verið Sigríður Salómonsdóttir, rniðkona Ingimundar, en móðir hennar hét einnig Guðrún. Getur það allt staðist tímans vegna, og verið gæti að Ingibjörg hafi dáið snemma árs 1788, þó ekki sé hægt að segja um það, en þá styttist tíminn sem hún hefur haft til að eiga sjö böm, og að Ingimundur hefði tíma til að giftast aftur og eignast svo barn með miðkonunni 1789. Guðrún (yngri) ólst upp í Vík hjá Konráði Salómonssyni til unglings- ára, og væri hún dóttir miðkonu, þá væri Konráð móðurbróðir hennar (13908, bls. 1450 Ættir). Hún er síðast sjáanleg þar 1807, en síðan ekki söguna meir. Við fráfall Ingibjargar (en þó raunar fyrr) myndast sögulegt tómarúm sem torvelt er að fylla þar sem ekki er handbær kirkjubók frá þessum tíma. Er það mjög bagalegt þar sem svo margt er að gerast í fjölskyld- unni um þessar mundir. Heimildir eru þó til um að Ingimundur kvæntist í annað sinn. Sigurjón frá Þorgeirsstöðum (bls. 1450 Ættir) hafði vit- neskju um að önnur kona hans hafi verið Sigríður Salómonsdóttir, systir Konráðs í Vík, Jóns sem var faktor á Húsavík og Kúvfkum vestra, og Gunnhildar, konu Jóns Rollantssonar. Einnig var systir þeirra Sigríður önnur Salómonsdóttir, þriðja kona Hermanns í Firði. Hún er fædd 1777, en ekki er vitað hvenær Sigríður kona Ingimundar er fædd, en hefur trú- lega verið nokkuð eldri.Sýnilegt er að samvera þeirra hefur verið stutt, og verið gæti að hún hafi dáið af bamsförum. Um börn þeirra er erfitt að segja, nema hafi það verið Guðrún fyrrnefnd. Næstu tvö Ingimundarbörn sem vitað er um, voru Eiríkur, f. um 1791-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.