Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Blaðsíða 169
MÚLAÞING
167
bræðra, Hallgríms og Indriða, sem þá var orðinn ekkill, til Héraðs undan
allsleysinu er fellir var orðinn á Hvalnesi. Vafalaust hafa þeir, þar sem
þeir voru þó ókvæntir menn, talið rétt að leita fremur bjargræðis fyrir sig
annarsstaðar, heldur en hírast á Hvalnesi við nauman kost sem trúlega of
margir þurftu að lifa af.
Líklegt er að þau Ingimundur og Ingibjörg gangi í hjónaband um
1781, en þá hefur hún verið um tvítugt, og fyrsta bam þeirra, sem vitað
er um, var Anna f. um 1783. Hún flyst til frænda sinna í Skriðdal við
dauða móður sinnar og ólst upp á Borg hjá Indriða móðurbróður sínum,
en er horfin úr kirkjubók um 1804, hefur dáið um það leyti, hvað sem
valdið hefur. Næsta barn sem vitneskja er um var Asmundur f. 1786.
Hann ólst upp hjá Hallgrími móðurbróður sínum á Þorvaldsstöðum í
Skriðdal, er kominn þangað um 1788. Síðasta barn þeirra hygg ég að
verið hafi Guðrún f. um 1789, og væri það þá nafn ömmu Ingibjargar,
og gæti móðir hennar hafa dáið að henni, en annar möguleiki er að móð-
ir hennar hafi verið Sigríður Salómonsdóttir, rniðkona Ingimundar, en
móðir hennar hét einnig Guðrún. Getur það allt staðist tímans vegna, og
verið gæti að Ingibjörg hafi dáið snemma árs 1788, þó ekki sé hægt að
segja um það, en þá styttist tíminn sem hún hefur haft til að eiga sjö
böm, og að Ingimundur hefði tíma til að giftast aftur og eignast svo barn
með miðkonunni 1789.
Guðrún (yngri) ólst upp í Vík hjá Konráði Salómonssyni til unglings-
ára, og væri hún dóttir miðkonu, þá væri Konráð móðurbróðir hennar
(13908, bls. 1450 Ættir). Hún er síðast sjáanleg þar 1807, en síðan ekki
söguna meir.
Við fráfall Ingibjargar (en þó raunar fyrr) myndast sögulegt tómarúm
sem torvelt er að fylla þar sem ekki er handbær kirkjubók frá þessum
tíma. Er það mjög bagalegt þar sem svo margt er að gerast í fjölskyld-
unni um þessar mundir. Heimildir eru þó til um að Ingimundur kvæntist
í annað sinn. Sigurjón frá Þorgeirsstöðum (bls. 1450 Ættir) hafði vit-
neskju um að önnur kona hans hafi verið Sigríður Salómonsdóttir, systir
Konráðs í Vík, Jóns sem var faktor á Húsavík og Kúvfkum vestra, og
Gunnhildar, konu Jóns Rollantssonar. Einnig var systir þeirra Sigríður
önnur Salómonsdóttir, þriðja kona Hermanns í Firði. Hún er fædd 1777,
en ekki er vitað hvenær Sigríður kona Ingimundar er fædd, en hefur trú-
lega verið nokkuð eldri.Sýnilegt er að samvera þeirra hefur verið stutt,
og verið gæti að hún hafi dáið af bamsförum. Um börn þeirra er erfitt að
segja, nema hafi það verið Guðrún fyrrnefnd.
Næstu tvö Ingimundarbörn sem vitað er um, voru Eiríkur, f. um 1791-