Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Page 104
102
MÚLAÞING
hraustmenni og stundum lent í ryskingum, einkum þegar hann var við
skál. Það orð fór af honum, að hann væri nokkuð drykkfelldur. Það var
því engin furða, þótt mörgum stæði hálfgerður stuggur af þessum stór-
vaxna og þjálfaða útlendingi, sem jafnan gekk með korða í slíðrum að
hætti valdsmanna. Espólín segir, að hann hafi verið „óvílsamur og harð-
ger“ (Esp. Árb. IX, 110).
Ekki er mér fullkunnugt um, hvaða ár Jens kom fyrst hingað til lands,
né heldur hver var ástæðan fyrir hans hingaðkomu.
Bogi Benediktsson telur, að Jens hafi verið að dómi með Jóni Þorláks-
syni um fátæka menn á Berunesi árið 1685, er borinn var undir lögréttu
sama ár. Telur hann, að Jens hafi verið orðinn lögsagnari Bessa Guð-
mundssonar, sem varð sýslumaður í miðhluta Múlasýslu sama ár (Ann.
V 280). Telur Bogi að Jens hafi farið út aftur (Sýslumæv. IV, 753). Þetta
fær þó ekki staðizt, miðað við það, sem áður var sagt um fæðingu Jens
og aldur, er hann lét af embætti. Hitt mun líklegra, að ártalið sé ranglega
tilgreint og hafi þetta gerzt mun seinna eða a.m.k. eftir 1718.
Árið 1703, þegar manntalið fór fram, er Jens hvergi getið, og hefur
hann þá ekki verið hérlendis. Jens er fyrst getið, svo óyggjandi sé, hér-
lendis um 1715, en þá er hann talinn vera einhvers konar aðstoðarmaður
(undirkaupmaður) við einokunarverzlunina fyrir miðhluta Múlaþings,
sem var í Breiðuvík við Reyðarfjörð. Að öllum líkindum hefur hann þó
verið kominn út til íslands nokkrum árum fyrr eða upp úr 1710, hverra
erinda sem hann hefur þá farið. Líklegast er, að hann hafi strax ráðizt til
verzlunarinnar við Reyðarfjörð. Um orsökina fyrir komu hans hingað til
lands er annars allt á huldu. Er það og með því meiri ólíkindum, ef hann
hefur verið af tignum ættum kominn.
Annars gæti það virzt svo sem Danakonungur hafi stundum sent trún-
aðarmenn sína út til íslands til þess að líta eftir verzlun einokunarkaup-
manna þar vegna kvartana Islendinga. Hitt er og hugsanlegt, að kaup-
menn hafi séð sér hag í því að taka í sína þjónustu vildarmenn krúnunnar
til þess að styrkja aðstöðu sína gagnvart konungi og ráðamönnum hans í
ríkisstjóminni. Þess eru dæmi áður, að erlendir menn af tignum ættum
hafi setzt að í landinu, sem ætla má að séu hingað komnir í sambandi við
verzlunina. Til dæmis má telja fullvíst, að Jóhann hinn þýzki greifi af
Rantzau, sem bjó á Egilsstöðum í Vopnafirði, sé af þessum sökum til ís-
lands kominn, enda settist hann að í nánd við verzlunarstaðinn.
Jens virðist hafa fetað í fótspor þessara manna, hverjar sem orsakimar
hafa verið í fyrstu.
f Breiðuvík hefur Jens væntanlega kynnzt konu sinni, sem einnig mun