Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Side 186
184
MÚLAÞING
vel og aðra alþýðuskóla landsins. Allir Austfirðingar munu taka undir þá
kröfu, enda er hún sanngjöm.“
Þessi samþykkt átti sér dálitla forsögu. Jakob skólastjóri segir frá því í
skólaskýrslunni, að Eysteinn, þá nýkjörinn á þing, hafi um sumarið 1933
skrifað honum og skýrt frá því, að hann hafi, sem fulltrúi Suður-Múla-
sýslu, talið sér skylt að grennslast um það, hvort hann gæti orðið einum
eða öðrum áhugamálum sýslunnar að liði. Hann hafi þess vegna spurst
fyrir um þau hjá ríkisstjórninni og hefði sér þá verið leyft að athuga
bréfaviðskipti skólans og stjórnarinnar. Hefði hann þá rekist á kröfur
skólans um rannsókn og kostnaðaráætlun rafveitu handa skólanum.
Hefði hann síðan skorað á stjórnina að verða við þessum kröfum og
senda mann til Eiða til rannsókna þessara hluta þá um sumarið. Varð
það úr að stjórnin fól Hannesi Arnórssyni verkfræðingi, sem var við
vegamælingar í Múlasýslum, að framkvæma verkið. Hannes hafði hins
vegar hvorki tíma né tæki til slíkt, en skoðaði þó viðfangsefnið og gerði
um það skýrslu. „Er enginn efi á því,“ segir Jakob, „að skýrsla sú
greiddi fyrir málinu.“
Sumarið 1934 urðu stjórnarskipti. Varð þá Eysteinn fjármálaráðherra í
stjórn Hermanns Jónassonar (framsóknar og krata), og tekur nú Jakob
Kristinsson við:
„Nýja stjórnin sendi þá austur að Eiðum tvo verkfræðinga, þá Jakob
Gíslason og Sigurð Thoroddsen. Var Thoroddsen þar um hálfan mánuð
við mælingar, en Jakob Gíslason nokkra daga. Fór þá í fyrsta skipti fram
nákvæm og gagnger rannsókn á fallvötnum þeim í nánd við Eiða, er til
greina gátu komið til virkjunar.
Arangur þessara rannsókna verkfræðinganna var svo fenginn stjórn-
inni í hendur, en hún setti á fjárlagafrumvarp fyrir 1935 kr. 50,000,00 til
rafveitu handa Eiðaskóla. Samþykkti Alþingi þessa fjárveitingu.
Nú var þá fé fengið til rafveitunnar. En eftir var að ákveða hvort virkja
skyldi Gilsá, sem fellur í fossum fyrir ofan Ormsstaði, eða Fiskilæk, sem
rennur úr Eiðavatni út í Lagarfljót. Athugun á rennslisháttum þessara
fallvatna veturinn 1934-35 og samanburður á þeim og Fjarðará í Seyðis-
firði, sem mæld hafði verið undanfarin ár, varð til þess, að virkjun Fiski-
lækjar var ákveðin í maí 1935. Var þá þegar hafizt handa um undirbún-
ing, útvegun efnis, mannaráðningar o.fl., og var verkið hafið í byrjun
júní sama ár.
Þrátt fyrir það, hve seint þetta var ákveðið, tókst þó að ljúka verkinu
að mestu snemma vetrar, svo að unnt var að taka stöðina til notkunar 1.
desember 1935.