Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Síða 35
MÚLAÞING
33
Stefán Gunnarsson tengdafaðir minn var hér og gat hann leiðbeint mér
um margt, þar sem hann var búinn að búa hér um 40 ár eða frá 1844 til
1890, annars veit eg ekki með vissu, þegar eg skrifa þetta, hvenær Stef-
án Gunnarsson brá búskap í Stakkahlíð.
Eg hafði löngun til að lagfæra margt eftir að eg settist að í Stakkahlíð,
bæði jörðina sjálfa og húsakynni, en fann þá vel hvað mig vantaði til
þess svo vel væri, bæði efni og kunnáttu, og það sem eg líka vildi forð-
ast, að lenda í miklar skuldir og þarafleiðandi brúkaði eg gamalt efni.
Því entust sum hús ver en ef eg hefði aðeins notað nýtt efni. Eg lagfærði
samt öll húsin, byggði baðstofuna fjórða árið sem eg var í Stakkahlíð, en
sá þó að húsin mundu endast illa bæði að veggjum og þökum, ekkert
mundi endast til lengdar nema steyptir veggir og járnþök.
Þá fór eg að byrja á að grafa fyrir steinhúsi á hlaðinu í Stakkahlíð laust
neðan við bæinn og gróf fyrir kjallaranum um eina og hálfa alin, hlóð
kjallaratóttina upp úr stóru flötu hraungrýti úr hrauninu, sem sagt er að
Loðmundur hafi hleypt þvert yfir Loðmundarfjörð þegar hann sigldi aft-
ur burtu héðan eftir að hann hafði frétt til öndvegissúlna sinna á Sól-
heimasandi. En sterkar Iíkui' virðist mér til þess, að hraunið, sem hlaupið
hefur ofan úr Seljamýrarfjalli og yfir Loðmundarfjörð, sé eitthvað eldra,
hafi hlaupið síðast á ísöldinni alla leið ofan úr Skúmhettudal þvert yfir
Stakkahlíðarland og Sævarendaland yfir að suðurfjallinu og út að Selja-
mýrartúni. Það er bæði þykkt og stórt um sig. Lítur út fyrir að töluvert af
ís eða jökli hafi verið með grjótinu, og hafi hinar djúpu gjótur, sem til
eru hingað og þangað í hrauninu, myndast þar sem jökullinn þiðnaði
burtu. Rúllaðir steinar sem stöku sinnum finnast í hrauninu, hafa rifist
upp og lent saman við þegar hraunið skreið fram, og rúlluðu smástein-
arnir sem finnast í hraunröndinni niðri á sléttunni hafa rúllast meðan
sjórinn skall á hraunröndinni. Stóru steinarnir, sem sumstaðar eru neðar-
lega í hrauninu, hefðu tæpast borist svo langt nema ís hafi verið með, og
samt erfitt að skilja hvernig hraunið hefur getað skriðið svo langt fram á
marflötu landi. Þorvaldur Thoroddsen sagði mér að hann hefði helst
þurft að tefja hér lengur en hann gjörði, ef hann hefði átt að geta rann-
sakað þetta Stakkahlíðarhraun nægilega, því það væri svo margt því við-
víkjandi, sem þurft hefði að athuga ef hægt hefði verið að segja að það
hefði verið skoðað til fulls. Þegar Þorvaldur ferðaðist hér um, hafði eg
aðeins fundið smámola af steindu tré, en eftir það fann eg stóra trjáboli
og hellur klofnar úr trjábolum hátt upp í alin á breidd. Eru mestar leifar
af þeim fomaldartrjám samansafnaðar í árgili við Orustukambinn. Að
því sem mér er kunnugt hafa ekki annarsstaðar hér á landi fundist svo