Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Side 161
MULAÞING
159
hans manna þá birtust ljósin í myrkri næturinnar okkur til mikillar á-
nægju. Var síðan haldið til Reykjavíkur og komið þangað seint um nótt-
ina, en úrkoman breyttist í rigningu svo að leiðin var greiðfær.
Eg dvaldi í Reykjavík einn eða tvo daga en fór á Þorláksmessu suður í
Ytri-Njarðvík. Eins og fyrr sagði var ég ráðinn þar á vertíðina hjá Agli
Jónassyni í Njarðvík, en svo hét hús hans. Þar svaf ég í kjallaranum á-
samt nokkrum mönnum og deildi ég rúmi með manni er Sigurgeir hét,
kallaður Geiri. Næsta hús hét Borg og þar bjó Einar bróðir Egils. Þeir
bræður voru kvæntir systrum, Einar Olafíu Ögmundsdóttur og Egill Sig-
urbjörgu Ögmundsdóttur. Faðir þeirra systra var Ögmundur Sigurðsson
frá Barkarstöðum í Fljótshlíð, bróðir Tómasar bónda þar. Móðir þeirra
systra var Helga Arinbjarnardóttir ömmusystir mín.
Vertíðin byrjaði með einum róðri milli jóla og nýárs ef ég man rétt.
Það var byrjað á línuveiðum, en þegar kom fram á vertíðina voru
þorskanet tekin og á tímabili fiskað með hvorutveggja. Það var mikið
erfiði og lítið um frídaga vegna þess, að þótt ekki gæfi á sjó, þá var verið
að vinna að útbúnaði og veiðarfærum, sérstáklega við netin. Það vildi
okkur til happs að Egill lenti í „gleðskap“ á páskunum og fram eftir vik-
unni á eftir, og við notuðum okkur það og slógum slöku við.
Okkur var haldið fast að vinnu eins og tíðkaðist hjá dugmiklum hús-
bændum.
Eitt sinn varð ég lasinn og lá í rúminu. Sigurbjörg frænka mín sagði
mér að næsta dag skyldi ég mæla í mér hitann, og ef ég væri hitalaus þá
ætti ég að fara að vinna. Lét hún mér í té hitamæli. Næsta morgun, þegar
Geiri var farinn á fætur, þá mældi ég mig, en var hitalaus. Mér fannst ég
þó vera veikur og gat illa sætt mig við að fara á fætur þann dag. Ég tók
því til bragðs að kveikja á eldspýtu og með nærgætni hitaði ég mælinn
upp í þrjátíu og níu gráður rúmar og sýndi frænku minni útkomuna. Ég
fékk því að liggja í friði daginn þann.
En upp úr þessu fór að bera á magapestarfaraldri. Það var því ekki fýsi-
legt, þótt spaugilegt þyki eftir á, að fleiri en einn skipverja í einu þurfti
kannski að sitja á borðstokknum á Braga og snúa berum rassinum í norð-
austan storm og kulda með tilheyrandi ísköldum sjóslettum á bossann.
Eitt sinn á þessari vertíð var ég næstum tekinn út af bátnum vegna ó-
gætni minnar. Það var norðaustan strekkingur og sæmilegt sjóveður, þótt
veltingur væri á bátnum. Við vorum að sigla milli „netatrossa“ og ég sat
ofan á vélarrúmi til hlés og hafði fætur mína á borðstokknum, en hélt
mér ekki nógu vel. Allt í einu lagðist Bragi á hliðina undan báru. Ég fór
á kaf í sjó og áttaði mig ekki fyrr en ég lá flatur á þilfarinu fyrir neðan