Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Blaðsíða 111
MÚLAÞING
109
ur var hvasst af norðri og illur sjór („frekar ljótur í sjó b 578) so sumir
löttu ferðarinnar, en sumir hvöttu. Seint á degi lögðu þeir frá Brimnesi.
En deginum eftir kom þetta skip að landi millum Skálaness og Austdals
með fjórum mönnum framliðnum, sem voru lögsagnarinn Jón Bjama-
son, Jón Jónsson frá Brimnesi, Einar Jónsson og Magnús Þórarinsson,
en Guðmundur Valdason fannst framliðinn á sama degi er þeir lögðu úr
höfnum (höfninni) fyrir utan Brimnes, er kallast Sléttanesfjara. Var
haldið hann hefði lifandi á land komizt. Ut undan þessari fjöru er boði,
kallaður Sléttanesboði. Héldu margir þeir mundu of nærri honum farið
hafa, þó aðrir hefði þar um ýmislegar tilgátur. Hinir þrír, sem var sýslu-
maður sjálfur, Þórarinn og greind Vilborg, fundust ei aftur“ (Ann, V,
288-289).
Þessi frásögn er í alla staði mjög trúverðug, og flest örnefni og nöfn
manna, sem getið er um, munu hafa átt sér stað í raunveruleikanum, að
því er mér er bezt kunnugt.
A svipaðan hátt er sagt frá þessum atburði í Grímsstaðaannál, sem
einnig mun ritaður af samtímamanni þessara atburða. Þar er þó talið að í
bátnum hafi fundizt alls fimm menn látnir og þeir sem ekki hafi fundizt
hafi verið, Jens sýslumaður, lögsagnari hans og kvenmaðurinn, og hefur
það sennilega eitthvað brenglazt í meðförum. (Ann, III, 577).
Ekki er að efa, að Desjarmýrarannáll er hér öruggari heimild, enda
þótt hann kunni að vera ritaður nokkrum árum eftir að slysið varð.
Það er athyglisvert, að í þessum tveimur elstu heimildum um atburð-
inn er ekki tekin nein afstaða til þess, með hvaða hætti þetta slys hafi að
borið. í Desjarmýrarannál er þó helzt látið að því liggja, að skipið muni
hafa strandað á svokölluðum Sléttanesboða, sem er þar úti fyrir nesinu
og enn er kunnur.
Árið 1921 strandaði þar strandferðaskipið „Sterling“, og hefur því
boði þessi jafnan verið hættulegur skipum. I öðrum heimildum er boði
þessi nefndur „Sýslumannsboði“, og dregur hann sennilega það nafn sitt
af slysi þessu, svo sannfærðir hafa menn verið um það, að þar hefði
skipið strandað.
Líklegast þykir mér, að sú hafi verið skoðun séra Halldórs Gíslasonar,
er hann reit annálinn. Þó virðist sá kvittur hafa komið fljótt upp, að ekki
væri allt með felldu með skiptapa þennan og ýmsar hviksögur komizt á
kreik um afdrif skipsmanna, sem í bátnum fundust, og eins hinna, er
aldrei komu fram. Þetta hefur verið farið að kvisast út þegar á dögum
Halldórs Gíslasonar, því hann segir, að „aðrir hefðu þar um ýmislegar
tilgátur“ (Ann V, 289), en tilgreinir ekki nánar, hverjar þær tilgátur hafi