Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Side 42
40
MÚLAÞING
þessa síðari kirkju, og varð hún því ekki eins snotur og hún hefði getað
orðið úr nýjum viðum, en við það varð að sitja þegar efni og aðra hent-
ugleika vantaði til að geta byggt kirkjuna betur og vandaðri. Þá byggði
eg baðstofur á nokkrum bæjum hér, en þar sem erfitt var með vinnu-
menn gat eg ekki gefið mig mikið að smíði. Steinhúsið hér í Stakkahlíð
varð eins og með kirkjuna á Klyppsstað, að nota varð að nokkru leyti
gamalt efni í skilrúm og innanþiljur.
A síðari árum mínum var eg tvisvar við jarðamöt í Norður-Múlasýslu,
þ.e. á svæðinu úr Seyðisfirði og norður að Gunnólfsvík við Langanes.
Liðu tíu ár á milli þessara mata. Ferðaðist eg um allar sveitimar í sýsl-
unni og að heita mátti heim á hvem einasta bæ í hvom tveggja sinni, þó
dálitlar undantekningar yrðu á því. í fyrra skiptið var Guttormur Vigfús-
son frá Arnheiðarstöðum í Fljótsdal formaður jarðamatsins og með hon-
um Jörgen Sigfússon frá Skriðuklaustri auk mín.
Þessi œvisaga er sérstök að því leyti að sums staðar hvarflar hún frá
tímaröð og við ber að endurtekningar með nánari frásögn eigi sér stað.
Ástæðan er vafalaust sú, að höfundur skrifaði hana gamall - á nírœðis-
aldri - ogfarinn að tapa minni. Dœmi um endurtekningu er að hann byrj-
ar og lýkur á sama efni, byrjar á greinargerð um foreldra sína (í 3. per-
sónu) og endar á hinu sama, að vísu í lengra máli og áfyllri hátt, og að
lokum bœtir hann við kajia um séra Halldór Jónsson á Hofi og nefiiir í
lokin þá presta sem síðast sátu staðinn áður en höfundur var allur 1942.
Sumt af þessum endurtekningum hefur verið fellt niður hér, en ekki þó
þœr sem fyllri eru hinum fyrri. Fáu einu í máli hefur verið breytt (fært til
betri vegar - að hyggja skrásetjara).
Baldvin endar œviminningar sínar þannig:
J. B. Jóhannesson var að föðurætt kominn frá Fossi í Hofsárdal í
Vopnafirði, og var ætt hans komin af sýslumannaættinni frá Bustarfelli
og móðurætt frá Sörlastöðum í Fnjóskadal. Föðurætt mín mun hafa lifað
full 400 ár á Bustarfelli og Fossi þar til að eg var í jarðamötunum, hvað
lengi sem hún kann ennþá að lifa þar um langt skeið. Húsfrú sú sem nú
er á Bustarfelli er ættuð úr Breiðafjarðareyjum, en Metúsalem Metúsal-
emsson maður hennar af þessari gömlu sýslumannaætt og móðurætt úr
Húnavatnssýslu, af ætt séra Halldórs Jónssonar prófasts um langt skeið á
Hofi í Vopnafirði en áður á Glaumbæ í Skagafirði.
Séra Halldór var gestrisinn mjög og hjálpsamur við gest og gangandi.
Mun mjög sjaldan hafa verið þar gestalaust. Gestir munu oft hafa verið