Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Blaðsíða 52
50
MULAÞING
syni ekkjumanni, er þar bjó. Árið 1877 eru Oddur og Elísabet einnig þar
en Jón skráður húsmaður með Árna Sigvalda son sinn með sér. Ungur
fóstursonur Odds og Elísabetar hét Pétur Snorrason og dvaldi með þeim.
Foreldrar hans bjuggu í Fossgerði á Jökuldal. Þetta fólk dvaldi í Hraun-
felli til vors 1880 er þaðan flytja til Ameríku: Jón Jónsson húsmaður
tæplega sextugur, Elísabet Sesselja vinnukona rúmlega þrítug, dóttir
þeirra Oddný Elísabet eins árs og Ámi Sigvaldi sonur Jóns um 10 ára
aldur.
Oddur Þorsteinsson, Elísabet Jónsdóttir, Pétur Snorrason og Anna
„móðir“ bónda öldruð eru á Aðalbóli við manntal 31. desember 1880.
Vorið 1883 flytjast þau í Klaustursel. Elísabet deyr þar 8. september
1887. Árið 1890 býr Oddur þar enn og með honum Kristrún Sveinsdóttir
ráðskona, Pétur Snorrason fóstursonur hans 26 ára, Agnes Elísabet Jóns-
dóttir vinnukona og sonur þeirra Oddur Elías á 1. ári. Pétur og Agnes
eru skráð hjón er þau flytjast til Amerrku með son sinn árið 1893.
í Ættum Austfirðinga er Oddur talinn hafa farið til Ameríku. Það er
ekki rétt. í elli sinni í Klausturseli mátti hann horfa á eftir tveimur fóst-
urbörnum sínum hverfa þangað. En Kristrún Sveinsdóttir, fósturdóttir
hans, varð ráðskona í Klausturseli eftir lát Elísabetar. í hennar hlut kom
að annast hann og bú hans uns yfir lauk. Oddi var því lögð líkn með
þraut. Hann lést 23. ágúst árið 1895. Kristrún var þá ein eftir af upphaf-
legu fjölskyldunni frá Vaðbrekku, fósturforeldrarnir látnir en fóstur-
systkinin komin til Amerrku. Ætla má, að hún hafi horfið frá Klaustur-
seli vorið eftir með söknuð og einsemd í huga.
Anna Björg Sigurðardóttir frá Sœnautaseli
Anna Björg var tæplega tíu mánaða er hún missti föður sinn og nýlega
eins árs þegar móðir hennar hætti búskap, leysti upp heimilið og flutti
með hana austur í Staffell. Hún mundi því hvorki föður sinn né heiðina.
Á Staffelli er glæsileg útsýn yfir Langavatn suðaustan túns og til aust-
urfjalla Héraðs. Vatnið er yst í Vatnadal, sem liggur frá norðri til suðurs
gegnum lönd nokkurra jarða. Hin vötnin nefnast Reyðarvatn og
Skrugguvatn innst og leynast milli ása og fella, svo að ferðamaður sér
þau ekki nema farinn sé vegur að Staffelli. Þarna ólst Anna Björg upp
með móður sinni og í skjóli ættmenna. Átján ára varð hún vinnukona á
næsta bæ, Hafrafelli. Þar bjó Anna Kristín móðursystir hennar, gift
Sveini Guðmundssyni frá Bessastöðum, bróður Péturs á Rangalóni og
Þórðar í Brunahvammi. Verður nú litið á framættir Önnu Bjargar.