Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Side 39

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Side 39
MÚLAÞING 37 Finnbogason barnaskólastjóri á Seyðisfirði, sem keypti Klyppsstað og bjó þar nokkur ár, keypti að hálfu sláttuvélina á móti mér og hélt að Klyppsstaðarengjar mundu vera nothæfar fyrir sláttuvél, en það fór eins og í Stakkahlíð, að þungfært reyndist fyrir hana, og var því notkun henn- ar hætt - hvemig sem fara kynni síðar ef léttari og liprari vél kynni að fást og vöntun á vinnukrafti fer að kreppa enn meira að búendum. Þegar eg var búinn að búa þarna í Stakkahlíð fáein ár og sjá hve ægi- leg vetrarharðindin voru þar, fór eg að hugsa um að yfirgefa fjörðinn vegna þeirra. En konan mín, sem var búin að vera þarna alla ævina, var ekki á því að hafa jarðaskipti. Færi hún frá Stakkahlíð sagðist hún vilja fara í kaupstað, en við það var eg ragur, því þótt sveitalífið hafi í mínum augum verið erfitt, virtist mér það ekki vera eins stórgallað og lífið í þessum smákaupstöðum, þar sem flestir kaupmenn hafa orðið að efna- litlum ræflum og börn þeirra bjálfar og vitleysingar. Jæja - hvernig sem þetta allt var, fór eg ekki frá Stakkahlíð fyrr en eft- ir að eg var búinn að búa þar hálfa öld, búinn að kaupa jörðina og byggja steinhús á henni og tvibúinn að hröngla upp fjárhúsum og öðrum kofum. Var það mest vegna efnaskorts, að eg ekki byggði vandaðri og dýrari hús, því í harðindasveitum þar sem seint þiðnar jörð og margvís- legt annríki kallar að, er enginn hægðarleikur að eyða löngum tímum í byggingar á annan hátt en að kaupa aðra en heimilismenn til bygging- anna, sem reynist erfitt fyrir aðra en þá sem hafa meiri tekjur en fátækir bændur í harðindasveitum, þar sem sveitarútsvörin ætla að gera út af við þá. Útsvörin eru oft að kenna oddvitunum, vegna þess að þeir eru hálf- gerðir ratar sem ekki kunna að bera sig rétt að til að verja sig og aðra sveitarbúa fyrir ofháum útsvörum. Þeim er ríkast í huga að hlífa sjálfum sér og sínum vandamönnum, og lenda því útsvörin oft með röngu á þá sem erfiðast eiga, minnst og fæst ráð hafa til að verjast þeim. Eg verð að taka það fram að, þó eg byrjaði á að skrifa þetta ævisöguá- grip mitt, þá hefur það orðið slitrótt af ýmsum ástæðum, meðfram af því að eg hef ekki fyrir alvöru tekið mér fyrir að nota tímann sem allrabest og leggja sem besta stund á að skrifa, og er það ýmsu að kenna. Fyrst datt mér í hug að skrifa eða segja frá þeim tíma sem liðinn var þegar eg kom í Stakkahlíð. En aftur seinna, eða þegar eg var byrjaður á níræðis- aldrinum og fannst jafnvel að eg myndi lifa lengur en eg hafði haldið, á- leit eg rétt að halda áfram og láta bara arka að auðnu hvað langt eg kæmist, og svo verð eg að segja hreinskilnislega eins og er, að mér lynti ekki ævinlega sem best við suma af samsveitungum mínum og áleit þá stundum sem best að tala sem minnst um það, enda hefur það litla þýð-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.