Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Side 39
MÚLAÞING
37
Finnbogason barnaskólastjóri á Seyðisfirði, sem keypti Klyppsstað og
bjó þar nokkur ár, keypti að hálfu sláttuvélina á móti mér og hélt að
Klyppsstaðarengjar mundu vera nothæfar fyrir sláttuvél, en það fór eins
og í Stakkahlíð, að þungfært reyndist fyrir hana, og var því notkun henn-
ar hætt - hvemig sem fara kynni síðar ef léttari og liprari vél kynni að
fást og vöntun á vinnukrafti fer að kreppa enn meira að búendum.
Þegar eg var búinn að búa þarna í Stakkahlíð fáein ár og sjá hve ægi-
leg vetrarharðindin voru þar, fór eg að hugsa um að yfirgefa fjörðinn
vegna þeirra. En konan mín, sem var búin að vera þarna alla ævina, var
ekki á því að hafa jarðaskipti. Færi hún frá Stakkahlíð sagðist hún vilja
fara í kaupstað, en við það var eg ragur, því þótt sveitalífið hafi í mínum
augum verið erfitt, virtist mér það ekki vera eins stórgallað og lífið í
þessum smákaupstöðum, þar sem flestir kaupmenn hafa orðið að efna-
litlum ræflum og börn þeirra bjálfar og vitleysingar.
Jæja - hvernig sem þetta allt var, fór eg ekki frá Stakkahlíð fyrr en eft-
ir að eg var búinn að búa þar hálfa öld, búinn að kaupa jörðina og
byggja steinhús á henni og tvibúinn að hröngla upp fjárhúsum og öðrum
kofum. Var það mest vegna efnaskorts, að eg ekki byggði vandaðri og
dýrari hús, því í harðindasveitum þar sem seint þiðnar jörð og margvís-
legt annríki kallar að, er enginn hægðarleikur að eyða löngum tímum í
byggingar á annan hátt en að kaupa aðra en heimilismenn til bygging-
anna, sem reynist erfitt fyrir aðra en þá sem hafa meiri tekjur en fátækir
bændur í harðindasveitum, þar sem sveitarútsvörin ætla að gera út af við
þá. Útsvörin eru oft að kenna oddvitunum, vegna þess að þeir eru hálf-
gerðir ratar sem ekki kunna að bera sig rétt að til að verja sig og aðra
sveitarbúa fyrir ofháum útsvörum. Þeim er ríkast í huga að hlífa sjálfum
sér og sínum vandamönnum, og lenda því útsvörin oft með röngu á þá
sem erfiðast eiga, minnst og fæst ráð hafa til að verjast þeim.
Eg verð að taka það fram að, þó eg byrjaði á að skrifa þetta ævisöguá-
grip mitt, þá hefur það orðið slitrótt af ýmsum ástæðum, meðfram af því
að eg hef ekki fyrir alvöru tekið mér fyrir að nota tímann sem allrabest
og leggja sem besta stund á að skrifa, og er það ýmsu að kenna. Fyrst
datt mér í hug að skrifa eða segja frá þeim tíma sem liðinn var þegar eg
kom í Stakkahlíð. En aftur seinna, eða þegar eg var byrjaður á níræðis-
aldrinum og fannst jafnvel að eg myndi lifa lengur en eg hafði haldið, á-
leit eg rétt að halda áfram og láta bara arka að auðnu hvað langt eg
kæmist, og svo verð eg að segja hreinskilnislega eins og er, að mér lynti
ekki ævinlega sem best við suma af samsveitungum mínum og áleit þá
stundum sem best að tala sem minnst um það, enda hefur það litla þýð-