Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Page 91

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Page 91
MÚLAÞING 89 Reyðarfjarðar yfir Þórdalsheiði. Var þá oftast gist á Mýrum í báðum leiðum. Þurfti þá alltaf að hafa nægan mat handa gestunum og hey handa hestum, þegar ekki voru hagar fyrir þá. Aldrei tóku foreldrar mín- ir eyri fyrir gistingar þessar, og má það undrun sæta að heimilið skyldi geta staðist þann gífurlega átroðning sem skapaðist af því. Foreldrar mínir þurftu því að birgja sig vel upp af mat fyrir veturinn. Það var haft á orði hvað foreldrar mínir voru hrifnir af lýsi. Var það drukkið af öllum á heimilinu á hverjum degi. Með þessu móti töldu þau að hægt væri að verjast ýmsum pestum, ekki síst berklunum, sem geisuðu víða í sveitinni. Hvað sem rétt var í þessu þá var staðreyndin sú að fólkið á Mýrum var einstaklega hraust og berklar komu þangað aldrei. Auk lýsis, sem mikið var keypt af, voru fluttir frá Reyðarfirði margir hestburðir af mjölvöru, selkjöti og selspiki, saltfiski, harðfiski og há- karli. Þar að auki var flutt heim að Mýrum mestallur innmatur, hausar og lappir af því sláturfé, sem selt var í kaupfélaginu á Reyðarfirði. Ur þessu var búið til slátur og súrsað í stórum ámum. Hausar og lappir voru sviðin, síðan soðin og sett í sláturámurnar og súrsað þar með slátrinu. A þessum tíma var mikið um rjúpu í hálsinum fyrir ofan bæinn og var hún nokkuð árviss. Faðir minn skaut talsvert af rjúpu og þegar bræður mínir uxu úr grasi urðu þeir góðar rjúpnaskyttur. Komu þeir oft heim með 100 stykki hver eða meira. Nokkuð af rjúpunum fór til heimilisins. Voru þær þá reyttar og fiðrið notar í sængur, en mestur hlutinn var flutt- ur til Reyðarfjarðar og voru rjúpurnar seldar þaðan til Bretlands. Þá má ekki gleyma því að foreldrar mínir færðu frá í nokkuð stórum stíl lengi vel, eða fram til ársins 1922. Mun Methúsalem bróðir minn vera sá síðasti af bræðrunum sem sat yfir. Attu foreldrar mínir því jafnan nóg af smjöri, skyri og ostum. Um tíma var talsvert af sauðum á Mýrum. Gengu þeir mikið til úti í hálsinum og urðu bæði stórir og feitir á haustin. Þessa sauði seldi faðir minn á Reyðarfirði og fékk allt að 20 krónur fyrir sauðinn, sem þótti gott verð, enda þurfti ekki að gefa þeim mikið fóður. Góðan vin átti faðir minn, sem var séra Magnús Blöndal Jónsson, prestur í Þingmúla og síðar í Vallanesi. Magnús var fæddur 5. nóvember 1861 á Efri-Ey í Meðallandi, en flutt- ist sem prestur að Þingmúla 1891. Faðir minn og Magnús voru báðir stórhuga, djarfir og framgjarnir. Þeir ræddu mikið um búskap og hagkvæmni þess að byggja hús sem hýst gæti allan búpeninginn, öll hey og mannfólkið líka. Þetta skyldi allt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.