Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Blaðsíða 133
ÞÓRHALLUR GUTTORMSSON:
Kirkjumál
Breytingcir á skipan prestkalla
Nú um rúmlega aldarskeið hefur orðið mikil breyting á skipan presta-
kalla á Austurlandi. Kirkjustaðir hafa lagst niður, sóknir verið sameinað-
ar og prestaköllum fækkað.
Samkvæmt brauðamati í Múlaþingi frá 1854 var 21 prestakall í Múla-
sýslum. Þau voru þessi, talin norðan frá: Skeggjastaðir, Hof, Hofteigur,
Kirkjubær, Ás, Valþjófsstaður, Þingmúli, Hallormsstaður, Vallanes,
Eiðar, Hjaltastaður, Desjarmýri, Klyppsstaður, Dvergasteinn, Skorra-
staður, Hólmar, Kolfreyjustaður, Stöð, Heydalir, Berufjörður (innst í
Berufirði), Hof í Álftafirði. Af þessum prestaköllum voru 10 í Norður-
Múlaprófastsdæmi en 11 í Suður-Múlaprófastsdæmi.
Árið 1970 var sú breyting gerð á mörkum og heiti prófastdæma í
Múlasýslum að þau fylgja ekki lengur sýslumörkum heldur nær Múla-
prófastsdæmi, sem svo heitir, frá Langanesi að austurmörkum Fljóts-
dalshéraðs norður á Gagnheiði og fjöllin milli Seyðisfjarðar og
Mjóafjarðar, en Austfjarðaprófastdæmi, eins og það heitir nú, tekur til
fjarðanna sunnan Seyðisfjarðar. í hinu fyrrnefnda eru nú sjö prestaköll,
en fimm í hinu. Hefur þeim því fækkað um níu á þessu tímabili en sum
stækkað að sama skapi.
Helstu breytingar á prestaköllum hafa orðið þessar: Árið 1959 var
Eiðaprestakall stofnað í Eiða- og Hjaltastaðaþinghá og Hofteigspresta-
kall (ásamt Eiríksstöðum og Möðrudal) lagt undir Kirkjubæjarkall. Hélst
svo til 1970. Þá voru samþykkt lög um skiptingu Kirkjubæjarprestakalls
rnilli Eiða og Valþjófsstaðar, þannig að Kirkjubæjar- og Sleðsbrjótssókn
hurfu undir Eiða, en Hofteigsprestakall sameinað Valþjófsstað. Áspresta-
kall var lagt undir Valþjófsstað og Hallormsstaður undir Þingmúla nokkru
fyrir aldamót og Hallormsstaðasókn lögð niður. Síðan var Þingmúla-
prestakall sameinað Vallanesprestakalli. Nú um allmörg ár hefur Valla-
nesprestur setið á Egilsstöðum og þar er risin af grunni nýtískulegasta
kirkja Austurlands. Um fjarðaprestaköllin er það að segja að frá Borgar-