Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Page 70
68
MÚLAÞING
þurft að gista á nokkrum bæjum, er hann var á leið í heimabyggðina.
Bauð hann allsstaðar borgun og rétti fram 100 dollara seðil, en á þeim
árum var næturgreiðinn seldur á 50 aura, og höfðu bændur aldrei séð
slíkan seðil. Þurfti því Jósef lítið að borga, enda var það næg borgun að
fá að sjá svo fínan og gjörvulegan mann og heyra hann segja frá. Sumir
töldu að þeir hefðu séð hjá honum gífurlegar fjárhæðir í seðlum, enda
ekki sparað að gera sem allra mest úr auði hans. Strax fyrsta veturinn
komst sú saga á kreik, og hún fullyrt af mörgum, að Jósef hefði brotist
inn í banka í Ameríku, drepið gjaldkerann og síðan rænt bankann. Meira
að segja átti hann að hafa gengið afturábak inn, því myndavél tók mynd
af öllum sem inn komu, og átti hann að hafa gert þetta til þess hann
þekktist síður. Eftir bankaránið átti hann að hafa flúið til fslands. Þessa
sögu heyrði Jósef oft, hló bara að henni og reyndi aldrei að bera hana af
sér. Einu sinni spurði ég hann um sannleiksgildi þessarar sögu, en hann
hristi bara höfuðið og hló að mér.
Um þessar mundir, segir sagan, að Jósef hafi langað að kvænast.
Mundi hann eiga auðvelt með að ná í álitlega konu og leggur því leið
sína í Suður-Þingeyjarsýslu að bæ, sem heitir Víðiker í Bárðardal. Bónd-
inn þar hét Jón Þorkelsson, og átti hann tvær föngulegar dætur. Hét önn-
ur Jóhanna, en hin Jónína. Jósef dvelur um tíma á heimilinu, og verður
endirinn sá að hann trúlofast Jónínu, en rógur sá, er gekk um Jósef, olli
því að upp úr trúlofuninni slitnaði. Eftir þessa útreið flytur Jósef austur á
land að Höfða á Völlum. Var hann þar í húsmennsku og átti nokkrar
kindur sér til gagns og ánægju. Ekki dó sagan um bankaránið út, þó
Jósef flyttist austur, heldur magnaðist hún og varð alltaf stórkostlegri,
svo drengir er áttu heima í nágrenni við Höfða urðu ofsahræddir við
hann. Eitt sinn var Jósef að reka fé, hitti þá tvo drengi og bað þá að
hjálpa sér með það yfir á, en það þorðu þeir ekki, báru öllu við, því þeir
héldu að hann mundi drekkja þeim í ánni. Þessa sögu sagði mér Þor-
steinn M. Jónsson fyrrum alþingismaður, og var hann annar drengurinn
sem Jósef hitti.
Á Héraði dvaldi Jósef í nokkur ár, en fluttist síðan til Vopnafjarðar,
líklegast árið 1899 eða 1900, kaupir þar jörðina Fell og fer að búa þar.
Jósef ræður til sín vinnumann sem Jón hét, og kallaður „kussubani“.
Hafði drepið kú, sem átti að lifa, en skildi eftir þá sem átti að drepa. Jón
þessi var með konu og fósturdóttur, var talinn lélegur til verka og var
ekki á Felli nema eitt ár.
Laust eftir aldamótin komst upp um sauðaþjófnað í Selárdal í Vopna-
firði. Þjófarnir voru dæmdir í Hegningarhúsið í Reykjavík, en fjölskyld-