Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Síða 48
46
MÚLAÞING
fyrir hinu: Húsvitjunarbók Hofteigssóknar færð í mars 1844 og skrá um
brottflutta úr Hofssókn í Vopnafirði árið 1843, þar sem segir, að þrjár
persónur hafi flust frá Brunahvammi að Rangalóni. Lítum nú í sóknar-
mannatalið mars 1844.
Sænautasel:
Sigurður Einarsson bóndi 39 ára,
Kristrún Bjamadóttir h.k. 24 ára,
Einar þeirra barn 2 ára,
Anna Björg þeirra barn 1 árs,
Einar Bjarnason 14 ára,
Helga Sigurðardóttir 15 ára.
Nú ber að líta á ýmislegt: Börnin tvö í Sænautaseli, Einar og Anna
Björg, eru hvergi nefnd annarsstaðar. Þorbjörg Elísabet á Rangalóni var
dóttir Péturs af fyrra hjónabandi. Móðir hennar var Ólöf Pétursdóttir frá
Hákonarstöðum, systir Önnu konu Þórðar í Brunahvammi, sem frá er
sagt í þættinum „Gleymda stúlkan frá Ormarsstöðum í Fellum“ í 19.
hefti Múlaþings. Enginn þarf að ímynda sér að fólk væri á býlunum í
marsmánuði nema þar væri hafinn búskapur áður. Húsmæðurnar voru
systur frá Staffelli í Fellum. Einar Bjarnason í Sænautaseli var bróðir
þeirra. Móðir þessara systkina hét Björg Benediktsdóttir. Virðist hennar
ætt hafa verið á Staffelli frá því um 1700 og býr þar enn. Bjarni faðir
þeirra var Jónsson frá Bessastöðum í Fljótsdal og af Melaætt, en kvænt-
ist Björgu á Staffelli. Bjuggu þau þar og urðu böm þeirra alls tólf og
komust öll upp. Fimm af þeim fluttu til Ameríku. Pétur Guðmundsson
var frá Bessastöðum, sonur Sögu-Guðmundar Magnússonar. Bræður
Péturs voru Þórður í Brunahvammi og Sveinn á Hafrafelli. Alls vom þau
systkin 10, sem upp komust. Sigurður Einarsson var frá Brú á Jökuldal.
Þá bjuggu þar bræður hans, Þorsteinn og Einar. Verða nefndir síðar
vegna barna sinna. Þorgerður, Ólöf og Þorbjörg Elísabet voru í Bruna-
hvammi veturinn áður en byggt var á Rangalóni. Skyldleikatengsl og
mágsemdir hafa valdið því. E.t.v. hefur Pétur leitað fyrir sér um jarð-
næði árið áður en það var þá orðið torfengnara vegna mannfjölgunar í
sveitum. Systratengsl Þorgerðar og Kristrúnar hafa stutt að því að ráðist
var samtímis í byggingu býlanna við Sænautavatn. Pétur og Sigurður
hafa haft samvinnu um timburflutningana frá Vopnafirði. Þorgerður var
á Staffelli til 1842, flyst þá í Brunahvamm og þaðan í Rangalón árið eft-
ir ásamt telpunum. Pétur og hún giftust 20. júní það ár. Verður nú litið á
framvindu mannlífs á býlunum við Sænautavatn.
Rangalón:
Pétur Guðmundsson bóndi 48 ára,
Þorgerður Bjarnadóttir h.k. 27 ára,
Sigurður þ.b. 3 ára,
Ólöf þeirra barn 5 ára,
Þorbjörg Elísabet bam bónda 13 ára.