Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Side 188
186
MULAÞING
taka timburfarm í bakaleið yfir vatnið. Hlóð borðum ofan á þófturnar svo
að háfermi varð. Gjóla rann þá á og nálægt hólmanum valt trillan og sökk.
Ingólfur var þrælsyndur og tókst að safna timbrinu að mestu upp í
hólmann, synti síðan í land og gekk inn að Fiskilæk, en hópur manna fór
á vettvang, líklega á netaskektu, svo að ævintýrið endaði bærilega. Ingólf-
ur hefur líklega verið eini synti maðurinn í hópnum og hefði því verr farið
ef einhver annar hefði orðið fyrir þessu. Báturinn náðist og timbrið líka.
Þegar vegagerðinni lauk var flutt á virkjunarstaðinn við Fiskilæk.
Hann er - eða var réttara sagt - vestan við vatnið, féll úr því skamma leið
niður í Lagarfljót, um 200-300 m á að giska og sést á korti (1:100,000).
Þar skyldi stöðin rísa, stöðvarhúsið niðri við fljótið, aðalstífla ofar yfir
lækjargilið allbreitt.
Þar var nú tjöldum slegið á vatnsbakkanum utan við lækinn í stórþýfð-
um lyngmó sem fór undir vatn þegar hækkaði í því við stíflugerðina, en
hélst þurr meðan verkið stóð yfir. Þetta voru ný og hrein vegavinnutjöld,
en mígláku í rigningu og bleyttu þá rúm og fatnað. Rúmstæði voru rekin
saman og reytt lyng í botninn á þeim. Matarskáli úr timbri og bárujárni
var reistur og bryggjustúfur rekinn saman fyrir bátinn sem notaður var
til flutninga á timbri og sementi yfir vatnið.
Eina konan í hópnum var matráðskonan Agða Vilhelmsdóttir frá
Seyðisfirði nýsloppin úr Eiðaskóla. Maturinn var vondur, eilífur saltfisk-
ur með kartöflum og rabbabaragrautur á eftir, en það var ekki hennar
sök, heldur mötuneytisstjómarinnar.
Fyrsta verk á stöðvarsvæðinu var að hlaða úr torfi bráðabirgðastíflu í
Fiskilækinn og grafa fyrir nýju útrennsli spölkom innar. Þá var lagað til
og grafið fyrir aðalstíflu í boga yfir lækjargilið og farið að laga til gil-
botninn fyrir þrýstivatnspípuna. Farvegurinn var ósléttur og þurfti að
slétta hann með sprengingum og steypu niður að fyrirhuguðu stöðvar-
húsi niðri við fljótið.
Grafið var fyrir húsinu, það steypt yfir djúpa rás sem sprengd var í
bergið undir húsinu og höfð það djúp að vatnið í fljótinu náði inn undir
húsið. Að sjálfsögðu var haft útrennslisop á stíflunni fyrir vatnið í
þrýstivatnspípuna.
Allt var þetta handunnið. Sprengiholur voru boraðar með meitlum
(grjótborum) og fremur litlum sleggum sem haldið var í annarri hendi,
en hin höfð á bornum. Mokstur allur með skóflum (rekum með beinu
blaði), steypa hrærð á palli og torfhleðslur úr stunginni sniddu. Til að
aka sniddunni að stíflunni voru notaðar vondar hjólbörur með litlu jám-
hjóli sem skar sig niður í jörðina.