Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Side 178
176
MÚLAÞING
bókina með hneykslan: „Húsmaður í Hlíðarenda, hann eftirlét (máske
okkur hinum!) ekkju og eitt bam,“ og er skiljanlegt að presti blöskri því-
lík ósvinna!
En ekkjan Sigríður dvaldi með dóttur sína Katrínu, en hún bar nafn
föðursystur sinnar, í Hálssókn næstu ár, m.a. Búlandsnesi og Hlíðar-
enda, en 1876 kvöddu þær mæðgur prestinn og héldu upp á Hérað, að
Hafursá í Skógum. Þar bjuggu um þær mundir systir hennar og mágur,
þau Halldóra og Olafur Ögmundsson. Hjá þeim dvaldi í elli sinni Ragn-
hildur Ingimundardóttir, sem um þessar mundir hafði lifað í rúm áttatíu
ár, og hefur hún vafalaust verið orðin þreytt eftir langt og erfitt ferðalag
á lífsbrautinni.
Sigríður var nú hjá systur sinni og mági á Hafursá um veturinn. í byrj-
un sumars, nánar tiltekið hinn 23/4 1877 andaðist gamla konan Ragn-
hildur, móðir þeirra Halldóru, úr ellikröm og brjóstveiki. Nú var að fullu
lokið þeim erfiða kafla í mannlegu lífi, er þau Símon komu allslaus aust-
an úr Lóni og vistuðust á Jökuldal með fimm ungar dætur, og líklegt er
að tíminn hafi smám saman grætt sárin á langri leið. „Dugleg kona“
skrifar prestur eitt sinn við húsvitjun í kirkjubókina, og líklega hefur það
ekki verið ofmælt, því prestar voru ekki vanir því á þessum tíma að
hlaða fólk, sem ekkert átti undir sér, lofi. Líklega er hún jarðsett á Hall-
ormsstað eða jafnvel Þingmúla, en þess er ekki getið. Um vorið fluttu
svo Halldóra og Ólafur frá Hafursá að Þingmúla í Skriðdal, og fór
Katrín með þeim, en Sigríður fór á fornar slóðir í Fljótsdal, að
Brekkugerði til dóttur sinnar og tengdasonar, þeirra Margrétar Sveins-
dóttur og Jóns Þorsteinssonar, en hún var síðari kona hans, og er margt
manna frá þeim komið. Hjá þeim dvaldi hún upp frá því. Hún andaðist í
Brekkugerði hinn 9. mars 1900 á 77. aldursári.
Katrín fór vestur um haf 1887 frá Víðivöllum ytri til Winnipeg með
skipinu Miaca, frá Seyðisfirði.
B. Ingibjörg Símoncirdóttir, f. 25/9 1825.
Hún kom með fjölskyldu sinni austur 1839-40. Hún var vinnukona á
Héraði og dó ógift á Hallormsstað hinn 22/6 1861, tæpra 36 ára. Ekki
veit ég til að hún ætti bam.
C. Eiríkur Símonarson f. 20/2 1830, d. 1872.
Hann fór ekki austur á Hérað með fjölskyldu sinni sökum þess að