Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Síða 27
MÚLAÞING
25
skafl og hann lent undir honum. Faðir minn og eg vorum ekki heima er
þetta gjörðist, en við komum heim rétt á eftir. Þótti okkur ill heimkoman
í það sinn, því okkur þótti mjög vænt um þennan bróður minn, sem var á
11. ári, man eg vel hversu sárt eg saknaði hans og foreldrar mínir hörm-
uðu hann mjög. Þá var eg ekki nema einn eftir af börnunum, því um
þetta leyti var búið að ljá Friðriku hálfsystur mína í burtu sem vinnu-
konu að Austur-Skálanesi til Oddnýjar Þorvaldsdóttur og Jakobs Liljen-
dal.
Þessi ár sem við vorum á Tunguseli komu margir til okkar, bæði
Vopnfirðingar og Jökuldælingar, því leið þeirra lá um Tungusel er þeir
fóru kaupstaðarferðir til Vopnafjarðar. Einnig áðu þeir þar jafnan þegar
þeir komu úr kaupstað oft misjafnlega á sig komnir. Foreldrar mínir
gjörðu öllum gott, sem til þeirra komu, eftir því sem efni þeirra framast
leyfðu og var þó oft af litlu að taka. Þess vegna varð þeim líka gott til
bæði hjá nágrönnum og öðrum, en sérstaklega mun það hafa verið
frændkona föður míns, heiðurskonan Salína Metúsalemsdóttir á Bustar-
felli, sem vék þeim góðu þegar þröngt var í búi og þörf var fyrir það.
Heimili hennar var eitthvert hið mesta sæmdar- og rausnarheimili sem
þá var til í Vopnafirði, næst prófastssetrinu Hofi sem annálað var um
land allt fyrir gestrisni og höfðingsskap meðan séra Halldór Jónsson
prófastur bjó þar.
Það þótti næstum eins sjálfsagt, er menn voru á ferð eða riðu út sér til
skemmtunar, að koma við á Bustarfelli hjá húsfrú Salínu og Jóni Sölva-
syni hreppstjóra, eins og hjá prófastinum á Hofi, en vegna þess hve
Bustarfell liggur innarlega í dalnum og er meira úr leið, urðu það mikið
fleiri sem komu að Hofi en að Bustarfelli, enda varð það að venju í
Vopnafirði á tíð séra Halldórs að sóknarbörn hans töluðu við hann um
sín einkamál, og urðu þau honum vel kunn.
Meðan við vorum á Tunguseli lenti eg eitt sinn í snjóflóð í Fossdaln-
um í mjög hárri brekku innan við Fremrisnið, missti stafinn, húfuna og
vettlingana. Þegar flóðið stansaði var eg aðeins með höfuðið upp úr, en
gat með naumindum losað mig úr flóðinu áður en það storknaði. í annað
sinn hrapaði eg á hjarni að sunnanverðu í dalnum á móti Fremrisniðum.
Rann eg á hjarni ofan háa brekku og lá mjög nærri að eg lenti þar á
steini sem stóð upp úr gaddinum þar sem eg stansaði, en eg slapp að
mestu óskemmdur í hvorttveggja sinn frá þessum hrakförum, sem
fylgdu rjúpnaveiðunum í þessum brattlenda fjalladal.
Fyrst reyndi eg að snara rjúpurnar, en náði ekki nema fáum, svo fékk
eg mér byssu, en það gekk lítið betur því byssan var léleg.