Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Page 187
MULAÞING
185
Eiðaskóli mun lengi minnast ljósaskiptanna, sem þá urðu á Eiðum og
hinna stórkostlegu þæginda, er hann varð þá aðnjótandi. Beinir hann
einlægri þökk til ríkisstjórnarinnar, Alþingis, ýmissa þrautreyndra vina
sinna og allra, sem leynt og ljóst hafa unnið að því, að honum félli fríð-
indi þessi í skaut.“
Vinnan við virkjunina
Eg var nemandi á Eiðum veturna 1934-36. Fyrri veturinn voru olíuljós
í skólanum, 14 lína hengilampar yfirleitt í nemendaherbergjum, stærri
lampar um ganga, kennslustofur, eldhús og borðstofu. Sú lýsing fannst
mér góð, enda síst betra vanur. Milli 40 og 50 lampar voru í skólahúsinu
og mikið verk að þrífa þá alla og setja á þá olíu. Til þeirra hluta var lítið
súðarherbergi á efstalofti, kallað olíukompa. Matargerð kom aftur á móti
rafmagni ekki við og var haldið áfram að nota kolavél þangað til mötu-
neytishúsið var byggt 1949. Sama átti að nokkru leyti við um upphitun,
kola- og olíumiðstöð notuð ásamt rafhitun lengi vel og líklega enn. Um
vorið sótti eg um og fékk vinnu við rafstöðina.
Vinnan hófst í júníbyrjun. I henni voru skólastrákar frá Eiðum all-
margir og aðrir, ekki síst lagtækir menn, svo sem Sigurður Sveinsson frá
Borgarfirði, Sigurður Ámason frá Heiðarseli og ef til vill fleiri, man það
ekki. Alls munu 20-30 menn hafa unnið við þessa framkvæmd, en varla
nema um 20 í einu.
Byrjað var á að leggja veg frá þjóðvegi urn Eiðaaxlir og niður að vatn-
inu. Þetta var náttúrlega handunninn vegur um mýrarsund og móa. í mýr-
inni þurfti að grafa skurði meðfram veginum, uppmoksturinn var settur í
vegarstæðið og vegurinn malborinn. Mölin var barin upp með hökum í
melbarði, handmokað á hestakermr og ekið í veginn. Þessi hluti vegarins
stendur enn og liggur nú að Kirkjumiðstöðinni á ásnum upp frá vatninu.
Móaþúfurnar voru aftur á móti stungnar niður, þýfið jafnað og sést til göt-
unnar enn þar sem hún sveigist með tveim hjólförum eftir bíla niður
brekku að vatninu. Á vatnið var fenginn vondur bátur frá Reyðarfirði,
venjuleg róðrartrilla sem hentaði illa til timburflutninga. Timbrið varð að
leggja ofan á þóftumar og við það varð báturinn valtur, því að enginn
hafði vit á að setja í hann barlest. Vélin var illa gangfær vegna laskaðs öx-
uls, og lagaðist það ekki fyrr en Reyðfirðingur vanur vélum kom til sög-
unnar. Verkstjóri og verkfræðingur var Ingólfur Jömndsson, sjálfsagt á-
gætur verkfræðingur, en þó illa að sér í þyngdarlögmálinu. Hann fór eitt
sinn á trillunni austur yfir vatn síðla dags einhverra erinda og datt í hug að